Okey mér er alveg sama þótt ég fái svör þar sem þið eruð aðeins að niðurníða allt sem ég
skrifa, en allaveganna ! Hafiði tekið eftir því hvað kynferðisafbrotamenn ( þá meina ég
karlar og konur ) fá lítinn dóm fyrir einhvað sem þeir hafa gert … : nauðgað, misnotað
kynferðislega eða á annan hátt barni/unglingi ! Ég er ekki bara að tala um á börnum og ung-
lingum heldur líka þegar fullorðnu fólki er nauðgað !!! Mér finnst eins og íslenska
ríkið sé ekkert að gera í því að reyna að fá dóma fyrir svona ógeðslega glæpi lengta og
þyngda !

Ég sendi Margréti Frímannsdóttur e-mail, og sagði í því að refsingar fyrir kynferðis-
afbrotamenn væru of vægar og sagði einnig að ekki margir þingmenn hafa tekið upp þessa
umræðu á þingi. þetta er svarið hennar :

“ ***** takk fyrir skrifin.
Það er ekki að öllu leiti rétt hjá þér að þessi mál hafi ekki verið rædd af okkur á
þingi. Allavega hafa þingmenn Samfylkingarinnar tekið þetta oft upp. Það er ekkert í
núverandi lögum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að dæma kynferðisglæpamenn í
harðari refsingu en gert hefur verið. Það er í höndum dómara þeir hafa heimildirnar
í lögum. Ég er hins vegar alveg sammála þér að refsingar hafa verið of vægar. Kveðja
Margrét Fr. ”



Ég meina það er eins og dómarnir í kynferðisafbrotamálum sé eldurinn og enginn þori
að koma nálægt honum vegna þess að þá muni hann brenna ! Þetta er skammarlegt að sárafáir
þingmenn hafa komið þessu málefni á þing.

Þetta er paradís fyrir kynferðisafbrotamenn .. hugsið fyrir ykkur auglýsingaskilti hjá
Keflavíkurflugvelli

,, Ísland, Paradís Kynferðisafbrotamanna, vægir dómar 2 mánuðir til 5 ár,
eina sem þið þurfið að gera er að nauðga, káfa á eða misnota á einhvern hátt persónu,
Komdu í Paradísina, fáðu 2 og hálfan mánuð í fangelsi vegna heimsku stjórnmálamanna “

- Ég er bara að skrifa þetta sem dæmi ! Reyna að koma þessu málefni á framfæri !! Mér
persónulega finnst ekkert mikið við þessu gert ..

Tökum til dæmi mál sem fer til dómara ,, 13 ára stúlku nauðgað, gerandi 34 ára karlmaður,
dæmdur í 4ja mánaða fangelsi og þarf að greiða stúlkunni 150,000 kr. ” ég meina hvað á
stelpan að gera við þennan pening ?!?!? Kaupa sér nýjan meydóm ? Kaupa sér nýja sál og
henda þeirri sál sem varð fyrir hrikalegri niðurlægingu ? - Bendi á að ég bjó til þetta
dæmi en fangelsisdómurinn er eins og flestallir kynferðisafbrotamenn fá.

Og síðan segir Margrét Fr. að ,, það er í höndum dómara þeir hafa heimildirnar í lögum ",
hvernig væri að breyta því og láta lögin ráða breyta svo lögunum ???? Það getur ekki
verið svo hræðilega erfitt fyrir þessa apa sem sitja þarna á þingi ( OG ÞAR Á MEÐAL TAKA
SÉR HELVÍTI LANGT FRÍ … ) að taka upp þetta málefni !

Þetta er algjör skömm og bara fáránlegt að kynferðisafbrotamenn sem hafa gert einhvað að
sér séu labbandi útá götunum eftir 4 mánuði í fangelsi ! Þetta er ekki hægt !!!!

Hvað finnst ykkur ?

Mér er alveg sama hverju þið munuð svara en ég held að allir séu sammála því að dómarnir
eru of vægir ! ?