“Eftir að hafa lesið nokkrar setningu af þessu greinarsvari þínu, þá gafst ég upp. Þetta er það fáránlegasta sem ég hef heyrt.”
Bara að reyna að sjá þetta frá öðru sjónarhorni, eitthvað sem margir hérna eiga erfitt með.
“Hvernig getur þú réttlæt gjörðir þessara manna svona?”
Ég var ekkert að réttlæta eitt eða neitt, bara finnst eins og fólk eigi að vera skilningsríkara.
“Réttlætir þetta gjörð mannanna? Bara afþví að þeir lentu í þeirri óheppni að þurfa að ganga í gegnum svona líka, þýðir það þá bara að það sé allt í lagi bara að þeir geri þetta við einhverja aðra manneskju?”
Nei, en ekki gleyma því að þeir munu hafa þennan blett á sér alla ævi. Ég myndi annars ekki lýta á nokkra ára meðferð sem að klappa í bakið á þeim og hleypa þeim út í samfélagið. Ef eitthvað þá vil ég að menn séu lengur frá samfélaginu en raunin í dag, bara finnst ekki rétt viðhorf að það eigi að refsa þeim. Það er grunnur fyrir öllu því sem að fólk gerir, hvort sem það sé að nauðga eða misnota fíkniefni. Og í stað þess að refsa fólki fyrir að hafa orðið undir samfélaginu þá á að hjálpa þeim. Þetta getur skeð fyrir okkur öll.
“Þú hefur verið kynferðislega misnotaður segir þú? Semsagt ef að þú myndir verða hinn næsti Steingrímur Njálsson, ætti fólk þá bara að finna til með þér bara afþví að þetta kom fyrir þig líka þegar þú varst yngri?”
Fólk ætti allavega að reyna að hjálpa mér til þess að byrja með í stað þess að læsa mann inni og henda lyklinum. Þú heldur annars núna að ég tala svona af því að ég sé sjálfur eða gæti orðið einhver sem að misnotar kynferðislega. Þá vil ég bara leiðrétta þann misskilning enda hef ég enga tilhneigingu til þess að misnota fólk þó það hafi skeð fyrir mig, með þessu viðhorfi mínu vil ég sjá fjölda nauðgana minnka en ekki aukast. Ég er að berjast fyrir því.
“Það hafa komið upp mörg mál þar sem fórnarlömb Steingríms Njálssonar hafa verið kærðir fyrir kynferðisbrot og annað slíkt, sem gerir þetta enn verra. Þetta sýnir bara skaðann sem verður á því að barn sé misnotað, hvort sem það er af afa, föður frænda eða Hr. Jóni Guðmyndsyni á horninu.”
Steingrímur Njálsson er náttúrulega einhver sem að hefur fengið mörg tækifæri til þess að snúa dæminu við. Tel að það sé ekki hægt að bara alla saman við hann sem að hafa misnotað fólk.
“Hvernig getur þú kallað Lotta sjálfselska manneskju? Bara afþví að hann vill fá einhver mannréttindi fyrir fórnarlömg ”fórnarlambanna“ ?”
Lotti byrjaði nú að tala illa til mín, svo ég svaraði bara í sömu mynd.
“Það er ekki í öllum tilvikum sem kynferðisafbrotamenn hafa verið misnotaðir í æsku, þau tilvik eru í minnihluta.”
Minnihluta ? Ertu viss ? Ég veit allavega að það er mjög stór hluti sem að voru misnotkuð. En í raun eru þetta allt fólk sem að hafa farið vitlausa leið í lífinu, tel það ekki skipta mestu máli hvort að misnotkun á þeim eða eitthvað annað hafi komið þeim af brautinu. Það mikilvægasta er að koma þeim á rétta braut aftur, en ekki að refsa þeim í fangelsi hjá öðrum glæpamönnum þar sem þau gætu jafnvel versnað.
“Refsing afbrotamanna er engin útrás fyrir þjóðfélagið eða eina né neina manneskju. Ef það er tilvikið, á þá bara ekki að stoppa allar refsingar við öllu saman? Segjum sem svo að gömul kona sem er að ganga heim til sín, verði fyrir barðinu á einhverju manni sem lemur hana til óbóta, og rænir hana veskinu og skilur hana eftir til að deyja. Getur þú þá komið með eitthvað dæmi til að réttlæta gjörðir þessa manns? Kannski, hann fékk enga vinnu og var of stoltur til að sækja um bætur til að sjá fyrir sér?”
Ég er búinn að fjalla um þetta mál. Að það er mjög mismunandi hversu vel lög virka. Var nú að bera saman að ofan það að keyra yfir á rauðu ljósi og að nauðga, það að einfaldlega hafa í lögum að það sé bannað að keyra yfir á rauðu ljósi virkar mikið betur en að nauðganir séu ólöglegar. Sama gildir um fíkniefni. Enda er fólk varla að vakna bara einn daginn og ákveða að verða nauðgari/dópisti.
“Það verður aldrei gert það ólöglegt að vera áfengissjúklingur, því áfengissjúklingar eru ekki að gera neitt rangt nema gagnvart sjálfum sér.”
Áfengissjúklingar eru mjög oft að gera eitthvað rangt gagnvart öðru fólki. Hvort sem það sé andlega á fjölskyldu þeirra eða slagsmál í miðbænum.
“Refsingar er það eina sem við höfum á þessa menn. Hvernig á svosem að hjálpa þeim? Gefa þeim börn reglulega til að misnota? Skera undan þeim kynfærin?”
Gaman að sjá hvernig hugsunarhátturinn þinn er :) Nei ég er að tala um eitthvað eins og t.d. vist á geðdeild og fá sálfræðilega meðferð til þess að finna rót vandans. Já auðvitað virkar það ekkert öll skipti en ég get lofað þér því að það mun virka betur en að loka fólk inni hjá morðingjum og dópistum í fangelsi.
En endilega segðu mér hvaða gagn það gerir að loka menn inni í fangelsi ? Hvaða gagn gerir að lengja dómana og hafa menn t.d. inni í 10 ár ? Refsingar er það eina sem við höfum á þessa menn. Hvernig á svosem að hjálpa þeim? Gefa þeim börn reglulega til að misnota? Skera undan þeim kynfærin? Mjög oft versna þeir og byrja aftur að misnota fólk um leið og þeir koma út. Það breytir engu hvort það sé Ísland eða Bandaríkin, að REFSA fólki meira bætir samfélagið ekki neitt.
“
Hvernig getur þú sagt að þú hafir hreina samvisku þegar þú segir að þú myndir líta alveg eins og málið ef að systir þín yrði t.d. misnotuð? Nú hefur þú sagt að systir þín sé þroskaheft, og myndi ég líta á málið enn brotlegra ef hún yrði misnotuð. Afhverju? Kannski vegna þess að ég HEF þó amk samvisku, og ég finn til með fólki.”
Get ég ekki fundið til með systur minni án þess að vilja sjá fólkið sem að braut gegn henni rotna í fangelsi ? Ég hef einmitt hreina samvisku af því að ég vil RAUNVERULEGAN ÁRANGUR í stað þess að láta blóðþorstann ráða. Það mætti halda að íslendingar séu en þá víkingar og Bandaríkjamenn kúrekar sem að vilja bara refsa fólki eins mikið og hægt er fyrir afbrot sín.
“Auðvitað finn ég til með þér að þú hafir verið misnotaður, en það er engin réttlæting á nein afbrot, eða neitt annað sem þú gætir tekið þér fyrir hendur í framtíðinni.
En ég get ekki séð hvernig þú getir ekki hafa lært af þessu. Með þessu ertu að skemma sjálfan þig.”
Ég er ekki að skilja hvernig ég er að “skemma sjálfan mig” með því að hafa aðra skoðun en þú hvernig á að koma fram við afbrotamenn.
Mátt endilega útskýra þetta betur fyrir mér.
“Ég er búinn að fjalla um þetta mál. Að það er mjög mismunandi hversu vel lög virka. Var nú að bera saman að ofan það að keyra yfir á rauðu ljósi og að nauðga, það að einfaldlega hafa í lögum að það sé bannað að keyra yfir á rauðu ljósi virkar mikið betur en að nauðganir séu ólöglegar. Sama gildir um fíkniefni. Enda er fólk varla að vakna bara einn daginn og ákveða að verða nauðgari/dópisti.”
Á semsagt að gera það löglegt að nauðga svo það sé hægt að ráðast á ‘rót’ vandans?
Ég sé ekki hvernig þú ætlar að hjálpa mönnum sem hafa réttlætt þetta fyrir sér fram og aftur, og vilja ekkert með þessa hjálp hafa.
Ekki sé ég hvar maður sem nauðgar 7 ára stjúpdóttur sinni og smitar hana af 2 kynsjúkdómum kallaði á hjálp. Menn væru ekki að gera þetta nema að þeir sæju þessi börn sem kynverur, og væru kynferðislega laðaðir að þeim. Á að senda þig, vegna þess að þú er samkynhneigður inná geðdeild og “hjálpa” þér að komast útúr þessu?
Kynferðisafbrotamenn eiga ekki að fá að ganga lausir úti á götu, rétt eins og morðingjar eiga ekki að ganga lausir úti á götu.
“Hvaða gagn gerir að lengja dómana og hafa menn t.d. inni í 10 ár ?”
Hvaða gagn gerir það að reyna að hjálpa mönnum sem vilja enga hjálp? Og hvernig er hægt að fullyrða það, að jafnvel þótt að meðferðin verði skráð heppnuð; hver er þá að segja að þegar þeir eru komnir út að þeir hætti bara ekki að taka lyfin sín og þar fram eftir götum?
Þú getur sagt áfengissjúklingi aftur og aftur og aftur að þetta sem hann er að gera sé rangt. Hann á eftir að segja þér að hann viti það vel sjálfur, og hann gerir það örugglega; en allar líkur benda til þess að hann fari aftur út og drekki sig blindfullan.
Og hvað á þá að gera? Stofna samtökin, Kynferðisafbrotamenn Anonymous? “Já, góðan dag, ég heiti Jónas og ég er kynferðisafbrotamaður. Ég var búin að vera án misnotkunnar á börnum í 3 mánuði, en í gær féll ég þegar ég nauðgaði 11 ára dóttur systur minnar.”
Á meðan við finnum eitthvað sem virkar til að hjálpa þessum mönnum, þá eru refsingarnar það eina sem við höfum! Það þýðir ekkert að gera nauðganir og misnotkun á börnum lögleg til að “leysa” vandamálið rétt eins og fólk vill gera við fíkniefnin!
0
“Á semsagt að gera það löglegt að nauðga svo það sé hægt að ráðast á ‘rót’ vandans?”
Var ég að segja það ? NEI.. ekki troða orðum upp í kjaftinn á mér. Ég er að segja að það virkar ekki að refsa þeim sem að lenda í þessu.
“Ég sé ekki hvernig þú ætlar að hjálpa mönnum sem hafa réttlætt þetta fyrir sér fram og aftur, og vilja ekkert með þessa hjálp hafa.”
Hvernig veistu að þeir alir vilja ekkert með þessa hjálp hafa ? Það er einmitt þetta álit þjóðfélagsins og refsingar sem að KEMUR Í VEG FYRIR að þeir sjálfir leiti hjálpar. Og margir að þeim sem að vilja fyrst ekki hjálp sjá þetta í allt öðru ljósi eftir meðferðina, alveg eins og margir geðveikir/dópistar og fleiri þarf að draga inn á geðdeildir/meðferðastofnanir og ganga svo út nokkrum mánuðum/árum seinna sem ný manneskja.
En auðvitað á ekki að leyfa mönnum að misnota kerfið, ég var aldrei að segja að það ætti að hleypa mönnum aftur og aftur á götuna sem að brjóta aftur af sér. Ég er bara að segja að allir eiga skilið tækifæri, ég trúi ekki á dauðadóma eða að læsa menn inni til æviloka í fangelsi. Eða það sem er en þá verra að læsa þá inni í svona 10 ár og hleypa þeim svo á götunni en þá verri en þeir voru áður.
“Kynferðisafbrotamenn eiga ekki að fá að ganga lausir úti á götu, rétt eins og morðingjar eiga ekki að ganga lausir úti á götu.”
Hvar á þá að daga mörkin ? Á að loka mann inni til æviloka eða jafnvel hafa dauðadóma við fyrsta brot ? Myndir þú hugsa alveg eins ef að þetta væri bróðir þinn sem var misnotaður sem krakki ?
“
Á meðan við finnum eitthvað sem virkar til að hjálpa þessum mönnum, þá eru refsingarnar það eina sem við höfum! Það þýðir ekkert að gera nauðganir og misnotkun á börnum lögleg til að ”leysa“ vandamálið rétt eins og fólk vill gera við fíkniefnin!”
Hvað vilt þú ? Segðu mér ? Hvað virkar ?
Á að loka alla til æviloka við fyrsta brot ?
Ég var annars ALDREI að tala um að sleppa því að halda fólki frá samfélaginu ef að þeir gera eitthvað af sér, eina sem ég var að segja var að HUGSINARHÁTTURINN að refsa fólki gerir illt verra.
Finnst þér eitthvað betra að menn fari í fangelsi í 5 ár en á geðdeild í 5 ár ? Af hverju þá ? Eru þeir ekki á báðum stöðum útilokaðir frá hinu almenna samfélagi ?
Þú tekur orð frá mér og breytir þeim svo, talar eins og ég vilji gefa fólki 100 sénsa og alltaf klappa þeim á bakið eftir næsta brot. ÉG VAR ALDREI AÐ TALA UM ÞAÐ. Ég var jafnvel að tala um að það væri tekið fólk frá samfélaginu í of stuttan tíma og ég væri til í að sjá þennan tíma lengdan… En auðvitað segir þú ekkert um það og klippir eitthvað úr textanum mínum og breytir því með eigin orðum.
Þú vilt kannski taka upp dauðadóm á Íslandi, en ég vil vinna í að breyta samfélaginu til hins betra.
0