Thevoid:
Ef við ætlum að búa til kerfi siðferðilegrar breitni, þá má slíkt kerfi ekki innihalda mótsögn vegna þess að um röklegt kerfi er að ræða. Það er ss engöngu vegna rakana sem mynda kerfið sem mótsögn má ekki vera í því. Því að ef mótsögn finnst, þá gæti stór hluti þess verið ómerkur. Mótsögn er ekkert annað en villa, hrein og klár. Svipað og segja: “Ég er dauður og lifandi.” slíkt er óhugsandi.
Auðvitað er þetta full svona spítalaleg nálgun, að tala í sífellu um rökleg kerfi og nauðsyn þess að engar mótsagnir finnist í þessu kerfi. En þetta er í raun ekkert svo hátíðlegt eða hátimbrað. Við erum að beita litlum rök módelum á hverjum degi. Td bara það að fara fyrst í sokkana á undan skónum. Sokkar eru hannaðir til að ná ákveðnu marki, og markið kemur af þörf. Svo eru skórnir svar við annari svipaðri þörf. Til þess að allt þetta gangi upp vitum við að það þarf fyrst að fara í sokkana, nema við séum í einhverju outrageous skapi.
Við myndum verða undrandi á því að sjá mann sem gengur í sokkunum utan yfir skóna sína, geri ég ráð fyrir. Við myndum líklega einnig vera með varan á okkur áður en við myndum taka allt bókstaflega sem viðkomandi segði. Okkur kynni að koma í hug að maðurinn væri kannski ekki með öllum mjalla, eða kannski er hann í falinni myndavél, eða geðveikur, og jafnvel dytti okkur í hug að hann væri einfaldlega þroskaheftur og þyrfti hjálp við að klæða sig í fötin á morgnanna. Það er nokkuð ljóst að bara sá einfaldi hlutur að klæða sig á morgnanna, svo vel sé, krefst raka, þótt undarlegt megi virðast.
Það að ákveða eða velja aðgerðir sínar í daglegu lífi og hvaða lífi sem er, ef við förum út í það. Krefst á samahátt einhvers sem við myndum líklega venjulega kalla bara greind, eða ekki-heimska, allt eftir flækjustigi málsins. Að forrita krefst ekki-heimsku, og etv nokkurrar greindar að auk; að aka bíl krefst ekki-heimsku, en engrar sérlegrar greindar; vísindi krefjast ekki-heimsku og greindar til að nefna dæmi.
Hvernig vitum við hvað er greindarlegt að gera, eða hvenær getum við verið nokkuð öruggir um að einhver sé greindur, eða hvenær getum við vitað að eitthvað sé klárlega heimskulegt? Það er nauðsynlegt að velta þessu fyrri sér núna, ef þetta liggur ekki ljóst fyrir strax.
Að meta hvort siðferðilegir dómar eða forskrift af siðferðilegri, eða bara almennri hegðun, er góð eða skynsamleg, krefst ekki-heimsku og greindar; en það er ekki aðferðin sem nauðsynlegt er að beita til þess að komast að því hvort um skynsamleg kerfi er að ræða. Við þurfum að geta sagt hvers vegna eitthvað er óskynsamlegt eða ekki, og aðrir þurfa að skilja þig. Nú er alger óþarfi að finna upp hjólið, held ég. Því að það eru ákveðin rökleg lögmál sem liggja á ljósu, og fólk hefur almennt sammælst um að hjóti að vera rétt (slíkt krefst greindar (ég veit ekki hvaðan hún kemur eða hvers vegna)). Dæmi um atriði sem almennt eru samþykkt er td lögmálið um annað tveggja, þeas að ef eitthvað er annaðhvort rétt eða rangt, þá getur það ekki verið bæði rétt og rangt í einu. Þú hlýtur að sjá að það eru ákveðnir hlutir sem liggja nokkuð ljósir fyrir, eins og að klæða sig á morgnanna.
Til þess að dæma siðferðileg kerfi hlýtur að þurfa að greina þau með rökum (kerfi = röklegt). Það hve röklegt kerfi eru þýðir ekki hve gott kerfið er í framkvæmd. Við getum búið til frábærlega röklegt kerfi, sem fær rökfræðinga til að tárast og semja ljóð, en það gæti verið fullkomnlega gangslaust til eins né neins varðandi mannlega breitni, jafnvel þó það væri viðfang þess. Það að kerfi mannlegrar hegðunar sé röklega gilt, þýðir ekki nauðsynlega að það sé gott tæki til þess að beita á mannlega hegðun. Það segir bara að kerfið sé röklega sterkt og sé kerfi en ekki bara einhver vitleysa. Þetta er bara nauðsynlegt skilyrði til þess að um “tæki” sé að ræða.
Við getum líkt þessu við að vera með tæki sem þarf að tolla saman við notkunn. En það að það tolli saman, þýðir ekki að það sé gott tæki. Gott tæki þarf nauðsynlega að tolla saman svo að það geti verið gott, eða yfir höfuð tæki til að byrja með. Ok.. það að hanna tækið (þegar styrkur þess liggur fyrir, þó þetta þurfi allta að gerast samtímis) byggir líka á rökum. Þú slærð kannski lófa á enni þér og spyrð: “Aftur!?” og ég svara: “Já.”. Þetta er í raun mun skyldara því að klæða sig í sokka og skó. Því að vandamálið liggur í reynslunni, þó það sé etv meira duló líka; eins og hvað er gott(?) og hvað er vont(?) osfrv. En eins og ég útskýrði með sokkana og skóna, þá sérðu að það hlýtur einnig að byggjast á rökum, þó þau séu ekki eins formleg og þau sem eru nauðsynleg til að samræma heilt kerfi raka.
Það væri í raun mun eðlilegr að byrja á þessum enda, og spyrja sig hvað er gott eða vont, og finna gild og góð rök fyrir hinum ólíku niðurstöðum sem maður kann að komast niður á. En svo tekur við hið fremur formlega verk að samhæfa hinar etv ólíku niðurstöður. En slíkt er ærið verk, eins og að leysa gestaþraut eða púsluspil.
Það má segja að þessir tveir þættir séu í raun þeir sömu og ég talaði um upphaflega hér að ofan þe liðir 1. og 2., en hinn 3. að fylgja þessum kerfum er svo eftir.
Ef við gefum okkur að einhverjum snillinginum tækist nú að smíða kerfi sem væri fullkomlega röklega samkvæmt sér, ss gilt. Það að auki að hann hafi fundið marmið þess, þe hvaða marmiðum þetta kerfi ætti að ná (og ss ná þeim). Þeas þetta kerfi er sannarlega gilt og það er uppskrift að hinni raunverulega bestu og mest eftirsóknarverðustu hegðun og lífsmunstri, sem hugsast gæti í öllum alheimi. Þá spyr maður sig auðvitað, hver á svo að geta lifað samkvæmt þessu kerfi?! Sannarlega ekki maður af holdi og blóði! “Ekki ég!” gæti það sagt “Ég get ekki lifað svona!” gæti það líka sagt.
Málið er:
1. Það liggur nokkurn vegin fyrir að alsherjar kenning um siðferðilega breitni þarf að vera rökleg (byggja á skynsemi).
2. Þal þarf hún að lúta ákveðnum röklegum lögmálum, eins og ég hef rætt hér að ofan.
3. Líkurnar að slíkt sé mögulegt, tel ég hverfandi.
4. Ég tel líkur þess að homo sapiens sapiens gæti notað slíkt kerfi, ef ef slíkt kerfi er mögulegt, vera hverfandi.
5. Ég tel ekkert slíkt kerfi hafa verið smíðað, né að nokkur hafi fylgt slíku kerfi eftir, ef svo væri. (Ekki einu sinni Jésú.)
Mig grunar að “vandamál siðferðilegrarbreitni” sé sjónhverfing. Ekki biðja mig að skýra það út, ég er ekki kominn það langt að geta það. ;)
Kannski er ég að segja að það gangi ekki upp að vera bara einhver rosa “góður gaur” og ganga um og vera voða næs við alla og gefa eigur sýnar, og vera voða glaður og upplífgandi. Slíkt er ekki raunveruleiki, það er ævintýri, fantasía, draumsýn, afsprengi ímyndunarafls okkar en ekki skynsemi. Slíkur gaur væri í raun lifandi fórnardýr. Hann væri í raun að fórna sjálfum sér, að binda endi á sjálfan sig, rífa stykki af holdi sínu, handa gestum og gangandi að næra sig á. Þú sæir ekki merkan andlegan leiðtoga í þessum “góða gæja”, þú særi bara einvhverjum blæða út, og athöfnin væri etv eins og gjörningur eða mikil list; hún myndi snerta þig og vekja þig til umhugsunar, en þú værir ekki að sjá “fullkomna breitni” eða siðferðilega hegðun sem væri til fyrirmyndar. “Góði gæinn” væri að fórna sér fyrir heildina. En hvers vegna? Hvaða afleiðingu hefur slíkt? Etv bjargar hann mannslífum, etv vekur hann aðeins viðbjóð og eða vorkunn, kostar fólk dýra sálfræði þerapíu, hver veit. Kannski myndir þú eða fleiri skrifa bók og segja sögur af þessum “góða gæja” og hann myndi svo á endanum breytast í goðsögn, einskonar ævintýri fyrir fullorðna. En er hann fyrirmynd? Er það svona sem allir ættu að hegða sér? Ég leyfi mér að efast.
Og ég efast.
Kv.
VeryMuch