Þróun samfélags samkynhneigðra manna?
Formáli:
Hlutar þess sem hér er skrifað gæti sært fólk sem á hagsmuni að gæta á þessu sviði. Af þessum sökum við ég biðja alla sem móðgast að lesa greinina þar til að niðurstöðu kemur því að textinn er heild og ekki er hægt að velja úr einstaka kafla og telja að þeir lýsi mínum sönnu skoðunum í þeim. Hér er aðeins um félagslegar kenningar að ræða þar sem verið er að skoða mögulegar ástæður fyrir birtingarmynd homma í samfélaginu.
<em>Höfundur</em>
Eins og fram kemur í kynningunni hér á undan hafa Brestir áhuga á samkynhneigðum. Áhuginn er þó ekki kynferðislegur heldur fræðilegur. Undirritaður hefur margoft velt því fyrir hvað séu orsakir og hvað afleiðingar í hinum ýmsu samfélögum eða sub-samfélögum. Dæmi um sub- samfélag er samfélag samkynhneigðra. Ég mun í þessari grein taka fyrir samfélag samkynhneigðra karlmanna, einkum vegna þess að það samfélag sem ég lifi í hefur kennt mér að virða samfélag samkynhneigðra kvenna og jafnvel hylla það. Þetta hefur hins vegar ekki átt við um samfélag samkynhneigðra karlmanna. Þessi orð, auk þess sem ritað hefur verið í kynningunni, myndu margir túlka sem svo að ég virði ekki homma, en það er alls ekki raunin. Ég hef vissulega fordóma gagnvart hommum. Það þarf þó ekki að þýða að ég virði þá ekki. Ég virði svertingja en samt er ég haldin þeim fordómum sem eru svo innbyggðir í okkur bleiknefjana, að þegar ég sé svartan mann, þá sé ég svartan mann, ekki bara mann. Þegar ég heyri um homma geri ég mér hugmyndir um hann sem eru hluti af svokallaðri víðóma-týpu. Þessar hugmyndir valda sáralítilli hræðslu í huga mér en eru þó sennilega skaðlegar hommum að einhverju leiti. Ég hef þó oft talað við fólk og virðist mér sem svo af þeim samræðum að ég hafi mun minni fordóma gagnvart hommum en margir, og jafnvel flestir, aðrir karlmenn. Mér væri tildæmis alveg sama þó að það væri hommi á móti mér í sturtu í sundi en ekki sama ef hommi myndi kyssa mig blautum kossi fyrirvaralaust án þess að ég hefði nokkuð um það að segja.
En þá að hinu raunverulega málefni. Þegar talað er um homma sem heild koma kvenlegir karlmenn upp í huga flestra, karlmenn sem nota mikið af snyrtivörum, eru mjög meðvitaðir um klæðnað sinn og útlit almennt o.s.frv. Þetta á þó ekki við um alla homma, heldur suma. Það verður ekki talað um rotin epli í þessu samhengi en þessi grein ætlar þó að spyrja spurningar varðandi þetta. <em>Hvar liggur orsökin?</em>
Sumir gætu svarað þessu eitthvað á þennan veg:
Hommar eru fæddir kvenlegri en aðrir karlmenn, það er þeim eðlislægt að vera kvenlegir.
Þetta kaupi ég ekki nema að litlu leiti. Sennilega eru einhverjir hommar kvenlegir og sennilega eru fleiri hommar kvenlegir en gagnkynhneigðir menn kvenlegir. Það hefur þó margoft komið í ljós að drengir sem virðast algerlega venjulegir fram yfir gelgjuskeið verða allt í einu rosalega kvenlegir eftir að þeir koma út úr skápnum 18 ára, eða jafnvel eldri. Það þykir mér undarlegt. Þó gæti verið að þessir drengir hafi alla tíð verið kvenlegir en verið lokaðir og bælt inni sínar kvenlegu hvatir. Þetta atriði skýrir þó ekki hvers vegna raddir þessara aðila fara að breytast. Ég á bágt með að trúa því að einhver geti gert sér upp venjulega karlmannsrödd, í kannski 5-7 ár, og svo allt í einu orðið smámæltur og skrækur. Það er þó ekki ómögulegt ef menn hafa mikinn vilja.
Með fyrrgreind rök fyrirliggjandi vil ég slá upp annari kenningu til svara spurningarinnar: <em>Hvar liggur orsökin?</em>
Eins og áður sagði kaupi ég það hommar séu frekar kvenlegir en aðrir karlmenn. Þetta hefur á árum áður valdið því að þessir tilteknu hommar hafa frekar fengið að líða fyrir kynhneigð sína en aðrir hommar. Þessir hommar hafa því verið fyrstir til að heyja réttindabaráttu. Þeir hafa verið fyrstu áberandi hommarnir í heiminum og orðið eins konar fyrirmyndir annarra homma. Þetta atriði, að vera kvenlegur, hefur með tímanum orðið eins konar kennileiti á hommum. Seinna meir hafa hommarnir komist að því að réttindabaráttan er ekki auðveld, enda stendur hún enn yfir og mun því miður standa yfir ansi mikið lengur, eða þar til að hommar eru álitnir að minnsta kosti jafnokar kvenna. Þetta segi ég ekki til að niðurlægja annan hvorn hópinn heldur til að viðurkenna að konur njóta ekki algerra jafnréttinda og til að leggja áherslu á það að það er ólíklegt að heimurinn verði nokkurn tímann svo góður að við meðalmaðurinn geti samþykkta að fullu einstakling sem hann skilur ekki almennilega.
En aftur að baráttunni. Til að vekja athygli á sér er gott að vera öðruvísi. Fólk hleypur t.d. inn á íþróttaleikvangi nakið og er allt öðruvísi en allir hinir sem eru klæddir. Hommar hafa valið, meðvitað eða ómeðvitað, að nota þennan eiginleika til að vekja athygli á málstað sínum. Þetta hefur síast inn í hin, nú opnari og frjálsari, samfélög homma og trónir þar enn í dag.
Þetta einkennismerki er í dag af mörgum álitið tilgerðarlegt og á stóran þátt í fordómum gagnvart þeim. Í dag tel ég að forystumenn í réttindabaráttu homma þurfi að vera jarðbundnir, ,,venjulegir” einstaklingar sem búa að litlu eða engu leiti yfir þessum einkennum. Það vita allir að hommar eru til og við ættum ekki að láta hin raunverulegu skemmdu epli, eins og Pál Óskar sem talaði um í útvarpi að hann hefði séð slökkvitæki fara inn í endaþarm og að hann kúkaði kleinuhringjum, stjórna hugmyndum okkar um þetta ágæta fólk.
Oft er talað um að hommar séu svo ,,þeir sjálfir” en ég held að hommar séu ekki meira, og kannski síður, þeir sjálfir en gagnkynhneigðir menn. Ef þeir væru þeir sjálfir held ég að barátta þeirra gengi mun hraðar og við þyrftum ekki að bíða eins lengi eftir eftir Utopiu John’s Lennon sem fram kemur í hinu ágæta lagi ,,Imagine.”
Ég bið lesendur vinsamlegast að ráðast ekki á þessa grein nema þeir geti bent mér á galla í kenningunni. Gaman væri einnig ef einhver gæti bætt einhverju við hana. Ég minni aftur á að þetta er ekki sannleikur, fyrir mér frekar en öðrum, heldur kenning. Einnig vildi ég gjarnan vita ef einhver hefur heyrt eða lesið sambærilega kenningu því að mér væri illa við að vera sakaður um ritstuld, en það er vinsælt þessa dagana.
<em>Heimildir eru engar, heldur byggir greinin algerlega á vísbendingum höfundar úr daglegu lífi</em