Reykingamenn hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár á Íslandi. Eru þessir bakþankar nígótínfíkilsins meginlega tilkomnir af velgengni Þorgríms Þráinssonar og helfarar hans gegn sígarettunni. Reykingar eru leyfðar samkvæmt lögum en í þeirri löggjöf felst ákveðin tvíhyggja sem opinberar samfélagslega vankanta.
Vandamálið felst í því að framan á hverjum sígarettupakka er viðvörunarmerki þar sem fólki er annað hvort hótað getuleysi eða köldum dauðdaga. Þarna er búið að byggja upp ákveðinn hræðsluáróður gegn rettunni sem segir manni í raun og veru að samfélagið er tilbúið að senda þig útí opinn dauðann ef þú velur það sem það hefur viðurkennt. Þessu framlagi fagna frjálshyggjuguttarnir sem telja einstaklinginn nægilega fullkominn til að segja nei við freistingum, bara ef hlutirnir væru svo einfaldir.
Ísland í dag er land sem er uppfullt af samfélagslegum vandamálum. Við erum heltekkin af millistéttaþunglyndi, nægjusemi er ekki til í orðaforða okkar og hreyfingaleysi setur strik í reikning ungs fólks sem hangir fyrir framan tölvu alla daga og safnar unglingabólum og spiki. Satt best að segja er þjóðin sífellt að verða ljótari og ljótari. Auðvitað eykur þetta líferni vanmátt okkar og opnar um leið dyrnar fyrir freistingar. Með hliðsjón af þessari fullyrðingu eru aðstæðurnar sem við búum við alls ekki örvandi. Maður labbar niðrí bæ og í örðu hverju húsi er knæpa sem selur áfengi. Í hverri búð eru seldar sígarettur og sælgæti. Í hvað eyðir lífsleitt fólk peningum sínum í? þetta og að sjálfssögðu eiturlyf. Svona förum við með frelsið og fyrir vikið gerist hvað? Ungt fólk sem hefur ekki efni á grammi eða leysersjói í smáranum rænir banka og bónusverslanir og löggæsla er fyrir vikið herrt til muna. Til hvers? til að standa vörð um frelsið!!!
Samfélagið verður sífellt meira óaðlaðandi þar sem allt sníst um að standa vörð um frelsið. Gallinn við þetta hugtak er að það er illa skilgreint og ekki einu sinni hörðustu stuðningsmenn þess hafa hugmynd um fyrir hvað það stendur fyrir. Þetta eru í mínum huga alveg jafn miklir glæpamenn og gervikommar Sovét tímans. Nú til dags er frelsi óaðlaðandi hugtak sem krefst ítarlegri skilnings almúgans ef við viljum skilgreina okkur sem frjálsa þjóð.