Jæja, þá kom að því að Bjössi litli ráðherra kom úr ferðalaginu sínu til útlanda og þarf að takast á við leiðindapakk eins og 15.000 landsmenn (ca. 13.000 af þeim kjósendur).

Hanns aðferð er við að takast á við þetta er að lækka hinar óréttlátu (og jafnvel ólöglegu) álögur á geisladiska um helming og fella það niður á tölvum með skrifurum.

Það er allt gott og blessað við það…nema að það breytir ekki neitt grundvallaratriðum þessa máls. Það er verið að láta okkur borga fyrir glæpi sem að við GÆTUM framið. Semsagt, sekta okkur fyrirfram svona til að vera viss.

Svo fá afæturnar í ýmsum “höfundarréttarsamtökum” peningana okkar frítt. Djöfull væri nú gott ef að einhver ráðherra væri til í að gefa mér pening fyrir að kalla mig eitthvað fínt.

Og svo er það alþingið…blessuð löggjafarsamkoman, þessi 1031 ára gamla stofnun sem ber víst hagsmuni “þjóðarinnar” (les. sérhagsmunasamtök) fyrir brjósti. Það samþykkti þessi ólög sem reglugerðin byggir á og alþingismenn hafa ekki svo mikið sem sagt ORÐ varðandi þetta mál opinberlega eða á alþingi. Til hvers er maður að kjósa þetta lið? Svo að það geti þjónað hagsmunum fjöldans eða bara örfárra sérhagsmunahópa?

Þetta mál allt hefur gjörsamlega látið mig missa allt álit sem ég mögulega gæti haft á einhverjum alþingismanni. Davíð? Okkar mikli “leiðtogi”. Ekki orð. Jóhanna? Sem ekki má frétta af því að sjálfstæðismenn fari á klósettið án þess að kvarta undan lyktinni. Ekki orð. Þetta lið er gagnslaust til alls nema til að þjóna vinum og vandamönnum (og varla það).

Því hvet ég alla til að mæta á morgun og sýna þessu vanhæfa liði styrk fjöldans og minna það á hverjir komu þeim í þetta hús til að sinna þessu starfi.
JReykdal