Til “rosagaman”
Eftir að hafa lesið síðustu svör þín, þá er ég á þeirri skoðunn, að þú mundir vera með eindæmum góður stjórnmálamaður. Pent að snúa upp á þær spurningar sem voru lagðar á borð til að sverta þann sem spurði, og ýttir undir það sama og þú varst búinn að segja áður til að fegra sjálfann þig. En hvað um það, ekki ættla ég að spurja hvort pensill ætti að vera skatt lagður fyrir höfundarétt, þar sem það er þegar nógu há skattlagning á slíkri vöru hér á landi.
Þú bentir á það, að reyna að setja sig í spor tónlistarmanna hérna heima á íslandi. Það er ekkert mál fyrir mig, þar sem góður hluti af minni fjölskildu er á einn eða annan hátt í tónlistarbransanum, og ég alin upp við þetta.
Þegar ég hugsa til þess að stofnsetja hljómsveit hérna á klakanum til þess að fá útúr því lifibrauð, mundi ég fyrst horfa á markaðinn og fara ofan í það augljósa fyrst. Íslenskur neytenda markaður á tónlist hefur færst meira og meira í erlenda tónlist. Þetta stafar af því að stór hluti yngri kynsóðarinnar þolir ekki bróður part íslenskrar tónlistar. Afhverju? Afþví að þetta er það sama og sama, aftur og aftur, og öll popplög í dag hljóma eins og Sálin gerði 1994.
Eldra fólkið sem ólst upp með Magga Kjartans, Bó og fleyri, eru stanslaust að minnka sín kaup á diskum, og er það nánast eingöngu fyrir jól, og oftast sem jólagjafir.
Þetta segjir mér það, að sem íslenskt band, GÆTI ég ekki lifað á minni mússik eingöngu, og yrði að gera eitthvað annað með til að halda mér á floti. Markaðurinn hérna heima fyrir íslenska dægurlaga tónlist er einfaldlega ekki með þá burðargetu að halda hljómsveit gangandi á mússikinni einni saman, allavega ekki til lengdar. Böndin reyna því að halda böll útá landi, þar sem meiri hluti efnis sem er spilað er stolið annars staðar frá og nauðgað í þágu listarinnar (græða pening).
Það að þurfa að leyta á tölvunotendur og stimpla þá alla með tölu sem þjófa og lögbrjóta er einfaldlega ruddaskapur útí það ýtrasta, og jafnast á við það að kalla alla íslendinga dóp-hausa bara vegna þess að það er hægt að nálgast það hérna.
Það að ég þurfi að borga einhvern styrk til “listamanna” íslands fyrir að brenna vinnuna mína á disk er fáránlegt, og öðrum heldur en okkur finnst þetta líka, eins og oft er búið að nefna með Dani og Bretana.
Þetta er enginn lausn, heldur bara auðveld leið til að næla í smá auka aur frá þeim sem gætu hugsanlega, einhverntíman í framtíðinni, slysast til að skrifa íslenska tónlist á disk, eða álíka efni.
Ég viðurkenni það og stæti mig af að taka afrit af nánast til öllum þeim tónlistar diskum sem ég kaupi, set svo orginalinn uppí hillu og leyfi honum að vera þar, órispuðum og í góðu ástandi. Fer svo með afritið með mér í bílinn, í vinnuna til að hlusta á meðan ég vinn, og kanski í græurnar heima. Þetta rispar diskinn mikið og mjög fljótt, og finnst mér ekkert nema sjálfsagt að ég hafi rétt á því að taka mitt afrit án þess að borga gjöld af því aftur, og enn aftur.
Fyrir utan það, að stærð á vinnugögnum fer alltaf stækkandi, og magnið eykst nánast til tvöfalt á hverju árinu sem lýður. Semsagt, fleyri backups, fleyri CD-r diskar sem þarf að kaupa, fleyri þurfa að hafa greiðann aðgang að brennurum og þar eftir götunum. Þrátt fyrir að Magnús blessaður segji að allt sé nú geymt á geymslusvæðum í stærri gagnagrunnum, þá gerir það ekkert til að skera á það magn sem þarf að taka öryggis afrit af. Þvert á móti.
Ég kalla þetta STEF glald AFÁT, alveg sama frá hvaða hlið ég reyni að skoða það.
Ef bransinn sem þú ert í er ekki að halda þér uppi, þá er kominn tími til að endurhugsa hvað maður er að gera.
-g