Atburðir síðust vikna hafa sett mig í mjög erfiða stöðu, nú veit ég ekki hvað ég skal kjósa í næstu kosningum. Hinsvegar veit ég mjög vel hvað ég ætla ekki að kjósa. Það sem hjálpaði mér að komast að þeirri niðurstöðu, eru viðbrögð, eða öllu heldur skortur á þeim, við bréfi einu er senti ég á formenn helstu stjórnmálaflokka landsins. Hér ætla ég að birta þetta bréf mitt, og athuga hvort ég geti ekki hjálpað fleirum að velja.
8<—
Til: ossur@althingi.is;sjs@althingi.is;halldor@althingi.is;david@althingi.is
Varðandi reglugerð nr. 125/2001 um innheimtu höfundaréttargjalda skv. 3. og 4. mgr. 11. gr. höfundalaga
Kæri þingmaður.
Mér þætti gaman að fá að heyra afstöðu þína og þíns flokks á nýjustu afglöpum háttvirts Menntamálaráðherra ( http://mrn.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir1252001 1. málsgrein, liðir 6 og 7 í dálk B. og 2. málsgrein liðir 1 og 3). Mér er þetta hjartans mál, þar sem mér er ómögulegt að skilja hví ég skuli með afritatöku, bæði í heimahúsi og á vinnustað, vera að halda uppi flokki misgáfulegra listamanna. Einnig þykir mér þetta setja hættulegt fordæmi, geisladiskar í dag, ljósritunarpappír og pennar á morgun, vatns- og olíulitir eftir viku. Hví skyldi hegna öllum fyrir mögulegan glæp örfárra? Er þá ekki næst að setja bótagjald á bifreiðar, sem greitt væri tryggingafélögum til að bæta þeim upp bótagreiðslur sem þeir lenda í sökum nokkura ökumanna sem gætu valdið slysum?
Með von um fljót og góð viðbrögð
Hörður Már Gestsson
Netstjóri - Olíuverslun Íslands hf
Hordur@olis.is
–>8