Með þessari breytingu hafa þeir viðurkennt að þetta gjald sem þeir settu á allt sem tengdust skrifurunum var ósanngjarnt. Þannig ætti að vera hægt að halda áfram að berjast fyrir því að þetta gjald verði fellt algjörlega niður.
Neitendasamtökin hafa sagt að þau vilji að gjaldið verði lagt niður þangað til að það hafi verið kannað nákvæmlega hvað tónlistarmenn eru að tapa á því að það sé “hægt” að afrita tónlist þeirra með þessum hætti. Þessi breyting sannar það að ráðherra og félagar hans í ríkisstjórn hafa ekki hugmynd um hvað tónlistamennirnir eru að tapa þannig að þeir höfðu gjaldið þess vegna nógu anskoti hátt!
Einnig er ástæða til að benda á það að þetta gjald sem þeir eru að leggja á leggst ofan á tollverð vörunnar sem þýðir að það kemur 24,5% virðisaukaskattur ofan á gjaldið þannig að eftir breytingu er þessar 17 kr. orðnar 21 kr.! (17 * 1,245 = 21,165)