Ég myndi nú segja að það að brenna tónlist á disk væri það sama og að hljóðrita. Hins vegar er annað í lögunum og það er orðið “einkum”. Þetta er í svokölluðum höfundalögum sem finna má á
http://www.althingi.is/lagas/125b/1972073.htmlHér er kafli úr lögunum:
“Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra þá hluti, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð og/eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Enn fremur skal greiða endurgjald af tækjum sem einkum eru ætluð til slíkrar upptöku.”
Nú svari hver fyrir sig hvort tölvur eru “einkum” ætlaðar til að taka upp hljóð eða myndir á. Ég myndi svara því neitandi. Það er jafnvel ekki svo að brennararnir sjálfir séu “einkum” ætlaðir til að taka upp hljóð og myndir. Þess vegna myndi ég segja að gjaldtaka af tölvum og brennurum væri á skjön við lögin. Hins vegar þurfa þeir ekki annað en að gera smá breytingu á lögunum til að þetta standist.