Húmor nú á dögum er kominn útí öfgar að mínu mati.
Ég var að skoða á batman.is og lendi inná síðu sem heitir brandari.com
Þar fer ég og smelli á myndbönd, það sem vakti hrylling minn var þetta myndband þar sem rallíbíll nær ekki beygju og fer þar sem áhorfendur standa og hvetja, með enga vörn meðfram veginum skýst hann í átt að áhorfendum og fólk byrjar að hlaupa en bílinn skellur á 3 eða 4 manneskjur á mjög sársaukafullan hátt.
Svo varð það í skólanum, áramótin að koma og 10. bekkingar með froska fyrir utan að sprengja, svo kemur strákur þar sem ég og vinur minn erum að spjalla og strákurinn kveikti í frosk og kastaði í klofið á vini mínum, sem betur fer fyrir hann náði hann ekki að kveikja almennilega á frosknum og drengur byrjar bara að skelli hlæja og segir “þarna varstu nú heppinn”
Heppinn? Hefði hann sprungið liði honum örugglega ekki vel!
Svo er þetta með þessa jackass þætti, þeir leika sér að meiða hvorn annan og sjálfan sig.
Ég er búinn að pæla í því, er þetta virkilega fyndið?
Er það fyndið þar sem einhver þar ef til vill að fella nokkur tár svo þú getir hlegið?
Er húmor í dag að fara útí öfgar?