Ég er að fara að ferma mig núna um páskana og ég hef ákveðið að ferma mig borgaralega. Ég hef orðið fyrir mikilli gagnrýni frá ættingjum og foreldrum vina minna því að þau halda að ég sé bara að fara að ferma mig borgaralega til að fá gjafir. Hvað ætli mörg prósentuhlutverk krakka sem fermast í kirkju fermist bara út af pökkunum? Alveg örugglega yfir 50%, ef ekki meira.
Ég ætla að fermast borgaralega út af því að mér finnst ég ekki vera tilbúin að taka þá ákvörðun um það hvort ég vilji trúa á Guð eða Þór og Óðinn, sem ég er miklu hrifnari af. Ég vil fá að þroskast og finna út hvort ég trúi á Guð eða hvort ég trúi á einhvern annan Guð.
Ég þekki fullt af fólki sem sér ógeðslega eftir því að hafa fermt sig í kirkju, þar á meðal stóra systir mín.
Ég vil líka fermast borgaralega því að ég vil ekki horfa á fullt af krökkum sem ég þekki að fermast fyrir það eina að fá gjafir. Vinkona mín sagði meðal annars að hún ætti ekkert að spá í þetta, hún væri bara að fermast fyrir gjafirnar og að það sé ekki rétt að fermast borgaralega því að þá er maður bara að fermast til að fá gjafir. Segir hver. Það er eins og krakkarnir, kannski bara í bekknum mínum eða eitthvað, en það er eins og krakkar nú til dags fatta ekki afhverju það er verið að ferma. Ferming er nú til dags ekki til að játa trú sína á Guð heldur til að fá pakka. Þegar maður fermir sig í kirkju er maður að játa trú sína á guð. Punktur og pasta.
Þegar maður er að ferma sig borgaralega þá er maður ekki að játa trú sína á einhvern guð heldur er maður að láta taka sig í fullorðinna manna tölu eins og hefur verið gert út um allan heim í mörg þúsund ár. Það hefur hjá næstum öllum þjóðum í heiminum að hafa einhverja athöfn sem táknar það að barn sé orðið að fullorðni manneskju. Ég vil láta taka mig í fullorðinna tölu án þess að játa trú mína á einhvern guð sem ég tel mig ekki tilbúna til að játa trú mína á.
Þetta er orðið mjög ruglingslegt en þetta er dálítið um hugleiðingar mínar um fermingu.
Fantasia