Er Magnús semsagt að segja að við séum að borga fyrir höfundaréttinn á þessum geisladiskum, ég gæti semsagt opnað plötubúð með eingöngu skrifuðum diskum, ekki látið tónlistarmanninn fá skít, og grætt á því að selja diskana á helmingi lægra verði en Skífan og aðrar samsvarandi plötubúðir.
Hvað græða svo erlendir tónlistarmenn á þessum skatt sem gengur óskertur til STEF sem er samband íslenskra tónlistarmanna, ég er viss um að 98% diska sem eru skrifaðir á íslandi innihaldi allt annað en íslenska tónlist.
Magnús Kjartansson er ekki að gera sjálfum sér né íslenskum tónlistar mönnum greiða, í dag eru u.þ.b 15.000 manns búnir að skrá sig á mótmælalista sem á að afhenda Menntamálaráðherra.
Ef að lögin ganga í gegn þrátt fyrir þessi kröftugu mótmæli þá má búast við að þessar 15.000 manneskjur verði ekkert allt of ánægðar og hvet ég alla ef til þess kemur til þess að hætta að versla íslenska tónlist og bara skrifa hana í staðinn eða fá eihvern vin sem á skrifara til þess fyrir sig, því ef þessi skattur verður samþykktur þá verður það LÖGLEGT.
Og athugum hvað þeir græða á því!
Ég á skrifara og nota hann til ýmissa hluta, skrifa leiki, myndir, efni fyrir skólann og til að skrifa tónlistardiska, en ALDREI íslenska tónlist! Afhverju… af því að hún fæst ekki á Napster og mér finnst gott mál að styrkja íslenska tónlistarmenn, ekki er neinn annar að gera það, íslenska ríkið ætti auðvelt með að styrkja unga og upprennandi listamenn, en kýs að gera það ekki, frekar setja himinnháann (að prósentum til) skatt á neytendavöru sem að þegar er búið að tollleggja.
Íslenskir tónlistarmenn hafa þrifist á þessum litla markaði sem er hér á Íslandi vegna neytandanna, þeir hafa jákvætt hugarfar fyrir íslenskri tónlist og finnst kannski eins og þeir séu að leggja lið við að auka órðspor íslands á erlendum vettvangi ef að tónlistarmaðurinn “meikar” það svo úti í heimi.
Allt sem ég er að reyna segja við STEF er:
Þetta er ekki ykkar peningar, þetta er blátt áfram þjófnaður af fólki sem ekki notar skrifarana sína til skrifa íslenska tónlist, og ef að þið komið svona fram við fólkið sem kaupir ykkar vöru þá mun það hætta því og þið eigið bara eftir að tapa á þessu.
Annars væri ég til í að fá að vita hvað íslenskum tónlistarmönnum finnst um þetta, eruð þið allir sammála Magga Kjartans?
Best að ljúka þessari grein með hans eigin orðum:
“Baráttukveðjur til allra sem tilbúnir eru að berjast fyrir réttlátum og betri heimi.” (-Magnús Kjartansson)
Pixie