Saelir
eg sendi Magga Kjartans bref i gaer, og mer til mikillar undrunar sendi hann mer reply :) svo eg vona ad thad se ok ad eg setji thad hingad inn. NOTE: Eg er algerlega a MOTI STEF, og er thessi postur fra mer EKKI til ad stydja STEF.

******************************************************
Sæll nafni.

Hugtaka-ruglingur er mjög algengur meðal þeirra manna sem
eru á móti höfundaréttargjaldinu af geilsdiskabrennurum og óáteknum
geilsadiskum.

1.
Höfundaréttargjald er ekki skattur heldur gjald til
höfunda sem á undanförnum árum hafa þurft að horfa á tölvunotendur
umgangast efni þeirra eins og sitt eigið. (Napster, Mpeg3, og. fl.)

2.
Það er ekki ég eða bara tónlistarfólk sem sem stendur að baki
þessari gjaldtöku, heldur breið fylking listamanna sem hagsmuna hafa að
gæta. Einnig hefur þessi gjaldtaka verið samþykkt af Evrópuráðinu.
Hún er nú komin eða er að koma á á norðurlöndunum, og annarsstaðar í
Evrópu. Bandaríkin munu verða eitthvað á eftir, vegna annarskonar
skilnings á höfundarétti þar í landi. (Hollywoodisminn)

3.
Ég tel mig ekki þjófkenndan þótt ég greiði tryggingar án
þess að ég lendi í tjóni.

Netverjar og aðrir tölvunotendur verða að átta sig á að:
Það eitt að vera á bak við tölvuskjá og ráða yfir tækniþekkingu er ekki
lykill að því að fá í ótakmörkuðum mæli að nota eignir annarra.
Stunda áróður, vera með persónuníð, tala ósæmilega um náungann, eða gera
það annað sem ekki líðst á opinberum vettvangi.
Ég þarf núna á eftir að fara að lifa í hinum raunverulega harða heimi.
Þeir sem lifa á netinu munu um síðir komast að því að sá heimur bíður
okkar allra, fyrr eða síðar.

Baráttukveðjur til allra sem tilbúnir eru að berjast fyrir réttlátum og
betri heimi.

Magnús Kjartansson

Magnus Simonarson wrote:

> Ertu ad thjofkenna mig med thvi ad taka thennan skatt a diskunum?
- Moose ltd. -