Skrifa þessa grein bara í flýtingi en tilgangur hennar er að gagnrýna skattahækkanir á bensín hjá ríkinu.

Það eru skattalækkanir og það eru skattalækkanir. Að lækka skattprósentu fjármagnstekna þar sem fólk er kannski að lækka um 5-50000 krónur í skatti er ekkert ef að hækka á skatta á allar nauðsynjavörur. 5000 kr. fyrir láglaunafólk er ekki svo mikið miðað við það að allt sem það keypti væri mun ódýrara.

Þessar kosningar voru mínar fyrstu þar sem ég hafði kosningarétt, þó ég sé í sjálfstæðisflokknum þá var ég ekki alveg viss um hvort ég kysi hann eður ei en eftir “vandlega” íhugað mál ákvað ég að kjósa hann. Í dag sé ég eftir því.´

Ég, eins og margir hérna, er í skóla(framhaldsskóla),og hef engar tekjur aðrar en þær sem ég vann mér inn í sumar þannig að lækkun á tekjuskatti hefur engin bein áhrif á mig en eins og allir aðrir þá þarf ég að kaupa mér mat og ég kaupi bensín á bílinn og það eru þessar bensínhækkanir sem svíða hvað mest. En Geiri H og vinir hans sem láta borga fyrir sig bensínið er eflaust alveg sama

Geiri litli vill bara fá meiri pening til þess að hann geti þanið ríkið enn meira út, öfugt við það sem hann og hans kynslóðar-félagar hugðust gera.

Ef að sjálfstæðisflokkurinn vill vera í stjórnarandstöðu eftir (-)4 ár þá stendur hann sig vel í því að ná því takmarki.

Go Geiri