Mér er vel minnisstætt þegar að hann líkti þessari hækkun við stöðumælagjöld og blés af sér öll mótmæli gegn þessu. Enda er þarna verið að færa tónlistarmönnum miljónir á miljónir ofan að gjöf.
Þarna gætti ákveðinnar þversagnar hjá honum. Fyrst gefur hann í skyn um að “greyið” tónlistarmennirnir þurfi nú að fá greitt fyrir sína “vinnu” og svo lætur hann í veðri vaka að þessir peningar séu nú engar stórar upphæðir.
Ég spyr bara: Fyrst tónlistarmönnum finnst þetta vera svona lítil upphæð…hversvegna þurfa þeir þá meiri pening? Þeir virðast eiga nóg af þeim til að eyða í gríðarlegar verðhækkanir.
Svo er það að sjálfsögðu hin klassíska fjöldamóðgun þeirra að þjófkenna alla sem nota skrifanlega geisladiska og skipa okkur í hóp verstu glæpamanna.
En ég skora enn og aftur á stjórnmálamenn að láta til sín heyra, því þessi rúmu 10.000 nöfn eru nöfn kjósenda (eða verðandi kjósenda) og þetta kemur til með að koma niður á næstu kosningum.
Ég lofa því í að minnsta að minna fólk á það þegar að kemur að þeim.
Lokaorðin að þessu sinni eru:
STEF stelur af okkur…ekki við af þeim!
JReykdal