ég var að fara í gengum CD safnið mitt sem ég hef skrifað í gegnum árin.
ég á um 300 diska, og einungis á 2 af þessum diskum eru MP3 lög, sæmilegur slatti reyndar en þessa 2 CD fékk ég gefins frá einhverjum velviljuðum vinum,
af þessum 300 diskum er rest leikir, demos, mikill hluti er reyndar vegna vinnu minnar, myndir og þess háttar, slatti af hugbúnaði.
það má gera ráð fyrir að til að gera þessa 300 diska, (sem ég brenni sjálfur) hafi ca 50 diskar farið í súginn, bæði klikkað brennsla, týnst eða eyðilagst..
ég á geislaspilara, bæði á heimili mínu sem og í bílnum, hvorugir þessir spilarar geta spilað MP3 lög, ég veit að það er hægt að converta mp3 í wav þannig að það sé hægt að spila þau í venjulegum cd spilurum en ég er ekki að tala um það… ég er að velta fyrir mér kostnaðnum hjá mér við þessi lög um stef gjaldið.
Ef ég þarf að endurnýja CD safnið mitt lítur þetta svona út í dag.
350 diskar á 97 kr stk. = kr. 33.950,-
35 kr af hverjum disk til stef: 35 * 350 = kr. 12.250,-
Hvernig stendur á því að Maggi Kjartans og co fái 12.250 krónur vegna þess að ég þarf vinnu minnar vegna að brenna gögn á geisladiska???
Það er talað um að það sé hægt að fá endurgreitt þessar 35 krónur ef maður er ekki að nota diskana í músik, og það er ósköp einfalt,, þið sjáið hérna að það er um talsverða peninga að ræða.. getið þið ímyndað ykkur hvað stór fyrirtæki eins og stóru auglýsingastofurnar nota af geisladiskum á ári? fleiri þúsund diska., en vandamálið er að maður hefur ekki alltaf tíma til að fara til að fá þessa endurgreiðslu,, þess vegna finnst mér eðlilegt að hugbúnaðarfyrirtæki, auglýsingastofur og þess háttar fyrirtæki væru undanþegin þessum bullskatti…
en allavega, ég hvet ALLA að geyma nótuna fyrir geisladiskunum, og fara og fá endurgreiðslu,, ekki bara einu sinni,, heldur alltaf,, þetta kaffærir möppudýrin þannig að þau hætta vonandi við þessa vitleysu,.