Hæhæ öll, eins og margir aðrir skrifa ég til að nöldra aðeins og líka til að spurja:
Af hverju er verið að hækka verðið á sígarettum svona rosalega mikið?
Er það vegna þess að þær eru óhollar?
Ef það er þannig á þá ekki að hækka verð á áfengi, fitugum mat og gosi líka? Ég veit ekki betur en fólk sé að deyja úr hjartaáfalli og sjúkdómum sem fylgja offitu. Einnig lifrarbólgu og sjúkdómum sem fylgja mikilli drykkju.
Ef það er verið að hækka verðið vegna þess að þær eru illa lyktandi þá ætti að lækka verð á sápum og hreinlætisvörum því það er fullt af fólki sem lyktar illa (og þá er ég að tala um alls kyns líkamslykt).
Er það kannski vegna þess að þær eru óhollar fyrir óbeina reykingamenn?
Ég reyni að blása mínum reyk ekki framan í næsta mann, er m.a. að fara að kaupa íbúð á næstu tveim árum svo ég geti reykt þar í friði án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera að eitra fyrir næsta manni.
Er ekki einum of mikið á reykingamenn lagt að ætlast til að þeir borgi 1000 krónur fyrir pakka af sígarettum (hef heyrt að það eigi að hækka pakkann upp í 1500 krónur) ef þeir kjósa að halda áfram að reykja. Ég held að þetta sé bara svona á Íslandi, fólk að reyna að losna við reykingar með því að hækka verðið. Kannski kýs fólk að reykja!
Ég persónulega mun ekki hætta að reykja, ég VIL reykja. Mér er alveg sama þótt það sé óhollt fyrir mig en þetta er mitt val. Á ekki að virða það alveg eins og ég virði val þeirra sem reykja ekki? En það er aftur á móti spurning HVAÐ ég muni reykja…