til að byrja með:
tekinn er skattur af afritunartækjum (segulbandstækjum, geislaskrifurum og þvíumlíku)
tekinn er skattur af endurspilunartækjum ef þau fylgja með afritunartækjum (endurspilunartæki = geislaspilari, plötuspilari og þvíumlíkt)
síðan er tekinn skattur af búnaði sem afritað er á (áskrifanlegum geisladiskum, segulbandsspólum og þvíumlíku)
þetta kallast ekki bara tvísköttun heldur margsköttun!
annar búnaður sem tekinn er skattur af samkvæmt nýju reglugerðinni:
(úr reglugerð)
6) Af geisladiskum með allt að 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9001 skal greiða 35 kr. á hvert eintak.
7) Af geisladiskum með meira en 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9002 skal greiða 100 kr. á hvert eintak.
þetta munu vera áskrifanlegir DVD diskar, sem lítið eru notaðir af íslenskum tónlistamönnum…
4) Af tækjum til upptöku á minnisflögur, þ. á m. í MP-3 spilara, sem flokkast í tnr. 8520.9003 skal greiða 4% af verði hvers tækis.
það lítur úr fyrir að það sé ekki tekinn skattur af flash kortum.
Rökfærslur STEF manna um réttmæti þessarar skattlagningar eru eftirfarandi:
1. það er þegar verið að innheimta sambærileg gjöld vegna segulbandsspóla, mynbandsspólum, segulbandstækjum og mynbandstækjum.
2. prósentan sem innheimt er er mjög lág og er hún áætlað hlutfall þess sem íslenskir tónlistamenn eiga af heildinni.
3. einhvernvegin verður að innheimta höfundaréttargjöld og vernda þar af leiðandi höfundarétt
ég er líklega að gleyma einhverju…
en svona til að svara þessu:
1. og hver segir að það sér rétt að innheimta þau gjöld svona til að byrja með? Alþingi hefur nú haft rangt fyrir sér áður í lagasetningu…
2. Vandamálið við þessa rökfærslu er að það er ekki hægt að bera segulbandsspólur og mynbandsspólur við geisladiska, nema þá að notkunarmöguleikar geisladisksins séu reiknaðir inn í skattaprósentuna. það er víst staðreynd að það er hægt að nýta geisladiska í MIKLU meira en afritun íslenskrar tónlistar.
ég má þá áætla að þær 35 krónur sem reiknaðar eru til íslenskra tónlistamanna séu þeirra prósenta af notkun, ef við gefum okkur að 1% af afritanlegum geisladiskum fari í afritun íslenskrar tónlistar og önnur…segjum 50% fari í svipaða afritun á erlendri tónlist og hugbúnaði yfirleitt…þá ættu þeir aðilar heimt á 1750 króna álagningu á hvern geisladisk!
(tek fram að ég býst við að íslenska tónlistin eigi ekki svona háa prósentu)
3. hvernig fara hugbúnaðarframleiðendur að því að halda sínum höfundarétti? með mismunandi aðferðum auðvitað en sumum tekst meira að segja að halda rétti sínum þrátt fyrir að þeir séu að “gefa” hverjum sem vill hugbúnaðinn eintak af honum.
annað vandamál við þessi lög er það að þau gera ráð fyrir að maður brjóti lög, auðvitað er þá miðað við núverandi lög.
spurningin er aftur á móti hvort þetta sé rétt aðferð miðað við þróun umhverfiasins í kringum höfundarétt.
ég á geislaskrifara, ég á stafræna myndavél…ég skrifa myndirnar mínar á geisladiska og gef vinum mínum…og íslenskum tónlistamönnum pening.
björn - ég er svo góður!