Ég sendi inn einhvern póst hérna sem fjallaði um bankarán, hve mikil aukning hefur orðið og það ætti helst að koma öryggisvörðum inn í þessa banka.
Núna um daginn þá var framið stærsta bankarán í íslandssögunni, sjálfur bankastjórinn/forstjórinn er bara búinn að ræna eiginn banka! Nokkur hundruð milljónir þar. Svo eru menn að væla útaf einhverjum þúsundköllum sem menn í nauð hafa þurft!
Frekar vel skipulagt hjá honum, hann kemst meira að segja upp með þetta! Eða það er það sem hann heldur. Nú er Dabbi kóngur búinn að gefa út þá óbeinu yfirlýsingu að fólk eigi helst að segja sig úr viðskiptum við þennan banka, því jú auðvitað hann gerði það!
Dabbi á sín augnablik, og þetta er eitt af þeim, ég er sammála honum…þetta er ekkert annað en afskræming á íslensku þjóðfélagi sem telur nú ekki nema 280.000 hræður… og allir vilja vera bankastjórar hjá búnaðarbanka-kaupþing.
Þetta er að mínu mati ekkert annað en köld sýruskvetta framan í mig, og væntanlega fleiri sem eru á vinnumarkaði. Hvað á ég að biðja um í næsta launaviðtali?
Nú er bara spurning hvort fleiri fylgi Dabba og segji sig úr viðskiptum við þennan banka, sem virðist ganga svo vel að hann hefur efni á að missa viðskiptavini.
Nú spyr ég bara, hvert ætlar þessi banki að leita þegar honum mun ekki ganga svona vel? Til ríkissjóðs? Til almennings? Það held ég ekki. Um leið og þessum banka byrjar að ganga illa þá flýja þessir bráðsnjöllu forstjórar og bankastjórar með starfslokasamning fyrir feita rassinn á sér og hundruðir milljóna í skottinu.
Ef þetta fyrirtæki, Kaupþing-Búnaðarbanki, hafi einhverja glóru, og hafi einhvern metnað í að vera vel rekið fyrirtæki þá á það ekki að spandera peningunum á þennan hátt. Sorry guys, ég hef misst ALLA trúna á þetta fyrirtæki sem virðist halda einhverjar viðskiptasýningar í fjölmiðlun hvað eftir annað.
Ef þú blæst þig of mikið út, þá þarftu að anda djúpt að þér aftur. If it goes up, it will go down. Það gengur engum vel nema að ganga illa.