Loksins, loksins. Tónlistarmenn hafa nú með Magnús Kjartansson í broddi fylkingar fengið það í gegn að nú get ég hætt að kaupa geisladiska heldur fæ ég lánaða diska hjá vinum og kunningjum og afrita LÖGLEGA þau lög sem ég vill eiga og brenni inná diska að vild. Einnig get ég sótt lög á internetið og skrifað á diska LÖGLEGA. Ég er jú búinn að borga stefgjöld af þessum tómu diskum! Hvað með harðadiska? Stef hefur alveg gleymt þeim eða hvað? Nei þeir ætla að reyna að setja þetta gjald á tölvur líka! HVAÐ MEÐ HEYRNALAUST FÓLK? Fær það ekki þá undanþágu frá þessari gjaldtöku við kaup á tölvum, þeir heyra jú ekki í tónlistinni!<br>Eitt er víst að ég tel mig með tilkomu þessarar reglugerðar í fullum rétti til að afrita tónlist að vild! Annars er ég algerlega mótfallinn þessum skatti tónlistarmann og vill kaupa mína tónlistardiska hér eftir sem hingað til en mun ekki gera það verði þessi skattur hafður áfram á tómum diskum og brennurum.
Matthías Einarsson
matti@heimsnet.is