Þessu er é ekki sammála. Ég er alls ekki strangtrúaður, en það er þó staðreynd að trúin gefur fólki von.
Flest trúarbrögð fjalla um kærleig gagnvart náunganum og sjálfum þér og við ættum ekki að láta nokkra geðveika menn koma á hugsunum um afnám trúar. Hryðjuverkamenn sem segjast brejast fyrir trú sína eru að mínu mati brjálæðingar eða heimskingar sem einblína á einhvern ákveðinn part trúarrits sín sem fjallar um að þeirra trú sé sú eina rétta. Kristintrú, Hindú, Islam og Búddismi fjalla öll um kærleik og skilning og það er það sem við ættum að einblína á.
Persónulega kenni ég vesturveldunum um mest alla hryðjuverkastarfsemi í heiminum í dag. Allt frá þeim tímum sem Evrópumenn fóru í krossferðir auk nýlendubrjálæðisins sem greip Evrópu seint á seinasta árþúsundi og nýjasta dæmið er “Frelsisstríð” BNA manna og Breta sem Das Fhürer Bush var svo djarfur að kalla Krossferð.
Þetta eru helstu ástæður þess (að mínu mati) að hryðjuverk eiga sér stað.
Í stað þess að stuðla að skilningi og kærleika er einungis boðið upp á blý, loftskeyti og dauða.
Ástandið í heiminum mun bara fara stigvaxandi upp frá þessu þar sem að enginn er tilbúinn í að taka á skarið og hættu þessu. Að mínu mati ættu Vesturveldin að gera það, þar sem að það voru nú þeir sem byrjuðu á þessu auk þess sem að Vesturveldin eru flest, ef ekki öll kristin samfélög og það var jú Jesús sem sagði fólki að bjóða hina kinnina.
Þegar fólk hugsar um trú ætti það ekki að hugsa um stríð og hryðjuverk, heldur þau góðu áhrif sem trú hefur á fólk. Trú gefur fólki von um betra líf.
Eins og ég sagði áðan þá er ég ekki mjög trúaður en mín sannfæring er sú að það sem hver og ein persóna trúir á sé satt ef þeim finnst það, því þá hjálpar sú trú þeim til að gera ýmsa hluti og sætta sig við aðra.
Make peace…. Not wa
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”