Þessi maður er sönnun þess að heimurinn sé ósanngjarn. Hann er að vinna betrunarvinnu á kvíabryggju og síðan fær hann að selja hana og afhjúpa minnnisvarða um sjómenn sem fórust í sjóslysi sem hann þekkir ekkert til.
Ég biðst afsökunar á hve eflaust illa skrifuð og illa rökstudd þessi grein er en ég er reiður.
Til að byrja með þá á Árni Johnsen ekkert af þessum styttum sem hann talar um að selja. Ríkið skaffaði allt hráefni og þar sem Árni Johnsen var í fríu húsnæði og var að auki að vinna þetta sem betrunarvinnu í fangelsi þá á hann ekki að eiga þetta.
Ef hann ætlar að selja þetta ætti hann að kaupa þetta fyrst. Mér finnst þar að auki afar pirrandi hvernig sumir Íslendingar vilja láta eins og hann sé ekki afbrotamaður. Hann er afbrotamaður og því á ekki að heiðra hann sérstaklega með athöfnum eins og afhjúpun á listaverkum eftir hann. Í rauninni er spurninginn hvaða skilaboð við erum að senda með þessu.
Einnig finnst mér aulalegt að bílprófslaus þingmaður frjálslynda flokksins skyldi vera tekin fyrir hraðaakstur (takið eftir BÍLPRÓFSLAUS) og að hann skyldi enþá fá að vera inn á alþingi. Mér finnst ekki ósanngjörn krafa að fólkið sem fer með löggjafarvald verði að halda lögin ella missa það vald.
Hvað er málið? Afhverju er ekkert gert í þessu?