Ég sé ekkert nema góða punkta í að hafa öryggisvörð í bönkum. Á meðan hann lætur ekki eins og algjör hálfviti sjálfur.
Lítið á þetta svona. Einn öryggisvörður, kannske vopnaður með piparúða eða eitthvað svoleiðis, vel þjálfaður EKKI til að bregðast við ránunum til að handsama ræningjann þar og nú, heldur til að geta orðið lögreglunni að liði seinna. Öryggisvörður sem reynir að ná bíltegundinni eða númeraplötunni, leggur útlit ræningjans vandlega á minnið, o.s.frv. Og þegar löggan lítur við seinna, hefur hún “þrautþjálfað vitni” til að aðstoða sig við leitina og handtökuna.
Og ef öryggisvörður er settur í hvern banka, þá munu ræningjarnir grípa til stærri vopna eins og haglabyssna, sem er erfitt að redda. Allt í lagi. En með tilkomu öryggisvarðarins þá ertu að skera niður fjölda bankaræningja um heilan helling. Ef aðeins 1 af hverjum 10 bankaræningjum getur skaffað haglara og hinir 9 eru bara með barelfi og eldhúshnífa, þá munu allir þessir örvæntingarfullu ræningjar sem hafa ekki efni á neinu nema gömlum sokk (og ekki einu sinni það stundum) og búrhníf ekki ræna bankann.
Hugsið málið. Ef öryggisvörður hefði verið viðstaddur við öll þau bankarán sem framin hafa verið á árinu, hversu margir af ræningjunum hefðu hætt við?
Síðan er önnur hlið á málinu: Atvinnuleysi mun minnka vegna aukinnar eftirspurnar á öryggisvörðum.