Ég hef verið að skoða lög um höfundarrétt og hvaða leið peningarnir fara sem innheimtir eru af t.d. CD diskum. Það hefur litið þannig út í umræðunni að STEF fái alla þessa peninga en það er þó ekki alveg svo. ( Það er samt í góðu lagi að flamea þá ) Það er til eitthvað sem heitir “IHM - Innheimtustofnun” stundum kallað innheimtumiðstöð gjalda sem starfar samkvæmt 11. gr. höfundalaga. Þeir fá þessa peninga og dreifa þeim svo til höfundarfélaga sem eru aðilara að því. Þeir sem eru aðilara eru.

STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar
SFH, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda
RÍ, Rithöfundasamband Íslands
BÍ, Blaðamannafélag Íslands
SÍK, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
FK, Félag kvikmyndagerðarmanna
SKL, Samtök kvikmyndaleikstjóra
Félag leikstjóra á Íslandi
Hagþenkir
Myndstef

Svo það eru fleiri en tónlistarmenn sem eru að stela frá okkur og eiga þeir allir skilið að vera flameaðir.

Við höfundar hugbúnaðar getum einnig stofnað höfundarréttar félag og fengið hluta af kökunni. Einhver til í það?

Ég hef einnig kynnt mér höfundarlögin 73/1972 og er þar nokkuð ljósta að gert var ráð fyrir að ný geimsluform gagna kæmu á markaðinn og var gert ráð fyrir því að þau yrðu skattlögð. Hinsvegar held ég að menn ( Björn Bjarnason ) hafi eitthvað gleymt því hversu mikið atvinnutæki geisladiskar eru. T.d. fyrirtækið sem ég vinn hjá skrifar líklega um 3000 - 5000 geisladiska á ári með hugbúnaði sem við skrifum og gögnum honum tengdum. Þetta kostar okkur því um 150.000 krónur á ári sem er algerlega út í hött.