Ég sá í sjónvarpinu í gær að Magnús Kjartansson, kom og lýsti því yfir að íslenskir tölvumenn væru ósanngjarnir og að kvarta yfir þessari reglugerð. Þar sem að við værum hvort eð er alltaf að skrifa glás af íslenskri tónlist endalaust og stanslaust og þar sem tónlistarmenn væru ekki þeir einu sem fá greitt úr STEF heldur einnig myndhöggvarar og alls konar fólk.
Ég spyr ef menn eru svona rosa lega mikið að skrifa tónlistina á diska? Af hverju má ekki bara finna þá sem skrifa diskana og refsa þeim og láta aðra sem nota skrifarana ekki til að skrifa tónlist í friði.
Ég spyr líka er það sanngjarnt að:
1. Þurfa að borga fyrir að taka afrit af efni sem ég á öll réttindi á.
2. Að fyrirtæki út í bæ neyðist til að greiða STEF fyrir að taka öryggisafrit af sínum gögnum.
3. Að hugbúnaðar fyrirtæki sem eru að fara að gefa út forrit eða bæklinga á geisladiskum þurfi að greiða fyrir það. Án þess að þeirra höfundarréttur að forritinu sé eitthvað frekar virtur(ekki veit ég til þess að króna af þessum 35 kr. fari til eigenda hugbúnaðar fyrirtækja það er nú helst stolið efni frá þeim).
4. Að tónlistarmenn sem ekki eru nú þegar búnir að gefa út efni þurfi að borga stef fyrir að skrifa sína tónlist á disk til þess að gefa hana út.
Í öllum þessum tilvikum hér að ofan fá aðilar sem hvergi hafa komið nálægt þróun efnisins greitt fyrir notkun þess.
Því er haldið fram að tölvu menn séu svo vondir við tónlistarmennina. Þvert á móti það hefur verið sýnt fram á það þrátt fyrir alla þessa netvæðingu að sala á tónlist hefur aukist. <p>Þegar plötuspilarinn kom fyrst fram(Edison) héldu allir að tónlistinn myndi bara farast vegna þess að allir myndu hætta að fara á tónleika. Þegar spólurnar komu áttu allir að taka allt saman bara upp og hætta að kaupa tónlist. Svona má lengi telja.
Alltaf þegar að það kemur fram bylting í flutningu á tónlist verða ráðandi öfl skíthrædd, en á meðan að það kemur út tónlist sem fólk vill hlusta á. Þurfa tónlistar menn ekki að hafa áhyggjur.