Upp hafa komið hugmyndir um að mæta í Menntamálaráðuneytið næstkomandi föstudag kl. 15, ef kostur er og hafa meðferðis útprentun á listanum og afhenda ráðherra hann ef að hann þorir að mæta. En þessar hugmyndir eru eingöngu á frumstigi eins og er.
Einnig þarf að hugsa um framtíðina og möguleika þess að þessi reglugerð verði felld niður, en því miður eru ekki mjög miklar líkur á því nema að okkur takist að sannfæra aðra stjórnmálamenn að taka upp málstaðinn og beita ráðherra þrýstingi.
Mér verður oft hugsað til Daviðs Oddsonar, sem hefur áður ”slegið á fingur“ ráðherra þegar að óvinsælar hækkanir koma til framkvæmda og er það ósk mín að hann vakni upp af blundinum og hamri duglega á fingrum Björns. Einnig væri nú gott ef að stjórnarandstaðan myndi nota eitthvað af þeim nöldurshæfileikum sem hún á í svo miklu magni (eins og varðandi ”öryrkjafrumvarpið") og mótmæli þessum skatti á upplýsingatæknina.
Endilega komið með ykkar hugmyndir um aðgerðir (reynið að hafa þær skynsamar) og stöndum föst gegn þessum hækkunum.
Björn Bjarnarson pereat!
JReykdal