Þetta er dagur.
Í vinnuni í dag var ég að rökræða við mann um trú og allt sem henni fylgir. Ég hafði þá afstöðu að trúleysi væri málið með smá keim af speki Anton La Vey´s með dressingu af heilbrigðri skynsemi. Það ætti að koma þér í gegnum lífið án frekari vandræða.
Hann var ekki á sama máli, enda frekar trúaður og mikill stuðningsmaður kristnu kirkjunar.
Hann kom með þau rök að það væri ekki nátúrulegt að lifa eftir orðum Antons:
“Það er ekkert merkara í þessum heimi enn þú sjálfur, dýrkaðu sjálfan þig”, þar sem það er í nátúrulegu eðli mannsins að trúa á eitthvað stærra enn maður sjálfur.
Ég tók nú þessum rökum þegandi og hljóðalaust og það virtist sem hann fengi síðasta orðið þann daginn.
Í dag komst ég þá að því að þetta er bara alls ekki rétt. Ég hef t.d. enga þörf fyrir að trúa á eitthvað stærra enn sjálfan mig. En aftur á móti, þá hræðist ég það sem ég ekki skil, rétt eins og allar mannverur.
Ég byrjaði að pæla hver undirstaða trúarbragðra var og ég tel mig hafa fundið svarið. Ástæðan fyrir því að trúarbrögð spruttu upp allstaðar í heiminum alveg frá steinöld er ekki því við höfum þörf á því að trúa á eitthvað stærra en við sjálf, þar sem sumir þjóðflokkar dýrkuðu pöddur.
Það er hræðslan við það sem við getum ekki útskýrt, sem gefur okkur mótiv til að byggja upp trúarbrögð.
Hér er smá dialog frá því um 1500 F.KR
Rahmad: pabbi afhverju hreyfist sólin?
Ka: það er út af því að…. Amon Ra dregur hana áfram
Já þetta hljómar asnalega í dag, en hvað átti greyið Ka að segja? Hann skilur ekki snúning jarðar, ekki frekar en ég skil hvernig vatn gerir húðinna þurra.
Tökum annað dæmi 800 E. KR.
Harald: hvaðan koma eldingarnar
Haakon: Það er þór þrumuguð sem gerir þær með hamri sem hann fékk af dvergum.
Allstaðar í heiminum á öllum tímum spruttu upp yfirnátúrulegar kenningar um hluti sem fólk gat ekki útskýrt á aðra vegu.
Fyrir rétt aðeins 800 árum var næstum allt sem við gátum ekki útskýrt (sem var góður slatti) “Guðs vilji”. En núna vitum við fyrir víst að hlutir falla til jarðar út af þyngaraflinu, en ekki út af Guðs vilja. Öll þau nátúrulögmál sem við skildum ekki voru flokkuð sem yfirnátúruleg og gerð af Guðs vilja og hans gjörðir skildi maður alls ekki setja spurningarmerki við.
Þetta er afar þægilegur hugsunargangur… ef maður býr í Eden. En við snortuðum upp bæði fokking visku-eplin og nú er okkar refsing að hugsa og þeir sem neita því, ættu ekki að geta kallað sig kristna menn!
Nú til dags hefur svo mikið af Guðs vilja verið tekin yfir af eðlisfræði að það er næstum ekki pláss fyrir hann lengur. Við getum rétt svo troðið honum inn í “Hver er tilgangur lífsins” og aðrar HUGE heimsspekilegar spurningar.
Svo er það þetta fólk sem tekur milli vegin og gúdderar nátúrulegar kenningar um hluti mála en spyr svo:
“Afhverju kom Big Bang þá til að byrja með, ef það var ekki startað Guði?”
það eru 2 leiðir til þess að komast að svarinu að þessari spurningu. Í því fyrsta getum við sest undir tré og hugsað þangað til það blæðir úr augunum á okkur eða bara sagt “Æi þetta er bara Guðs vilji” og lifað sátt við það. Trúarbrögð eru “The Easy Way out” úr stórum spurningum.
En þetta er tvíeggjað sverð, þar sem þessi einföldunar kenningu er hægt að nota á tvo vegu:
“Veistu, ég er bara barnaperri, því Guð skapaði mig þannig. Ef hann vildi ekki að ég væri þannig myndi hann ekki setja þessar fantasíur í hausinn á mér” ARGHHHHHHHH!!!
En ég er nú ekki laveg trúlaus þar sem ég trúi því að Jesú hafi verið til og haft þennan rosa Cult í kringum sig, en ég trúi því nú seint að hann hafi haft yfirnáttúrulega krafta.
Öll þessi kraftaverk tel ég vera svokallað “Publicity stunt” til að laða fólk að.
Þessi strategía er notuð af mörgum. Kaldhæðnislega séð er hún einnig notuð af hinum andrkristna rokkara Marilyn Manson. Hann lætur öllum illum látum og gerir um það bil hvað sem er til að vekja á sér athygli svo að fólk kaupi diskana hans og hlusti á tónlistina hans.
Það sama tel ég Jesú hafa gert. Lærisveinar hans breiddu orðinu um að Jesú gæti framið kraftaverk og allskonar yfirnáttúrulegt stöff, til að laða fólk að.
Megnið af fólkinu sem kom og hlustaði á hann kom eflaust til að sjá flugelda og kraftaverk en endaði svo með að fá heimspekilega ræðu, fulla af dæmisögum og góðum boðskapi.
Þessi sölu strategía er oft skilgreind sem “Come for the Shock Value, stay for the Message”. Að mínu mati var Jesú aðeins góðhjartaður heimspekingur sem var góður til að vekja athygli á sér.
Persónulega get ég ekki beðið eftir þeim tíma, þegar við höfum enga þörf á að útskýra hlutina með einföldum skýringum með Guðum og goðum
Látum skítkasts regnið byrja!
Crestfallen