Ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju áfengi sé leyft. Í fyrsta lagi þá virkar áfengi þannig að það kemur allri heilastarfsemi úr skorðum, ruglar hana, og fyrirbyggir að einstaklingur hugsi rétt. Ég persónulega drekk og er það sem ég finn fyrir þegar ég drekk eru það að áhyggjur svífa framhjá og lífið verður í raun skemmtilegra, maður getur sagt sem maður þorir ekki að seigja og dansað og gefið sig á tal við stúlkur t.d það er oft talað um að þegar menn drekk þá komi innri maður í ljós t.d. En það sem ég ætla aðalega að seigja er það að mér finnst það svo skrítið að það er öruglega 60-70 % þjóðarinnar skilgreindir alkahólismar. Í þokkabót eru flest öll vandræði t.d slagsmál og hjónaerjur og svoleiðis bendluð við áfengi. Fólk eiðir tugum þúsunda í alkahól og ég hugsa að ein aðal tekjulind ríkisins sé ákkúrat ÁTVR (EKKI ÞAÐ AÐ ÉG HAFI HUGMYND UM ÞAÐ) Núna ætla ég að snúa mér að alkanum. Alkin getur ekki stjórnað drykkju sinni, hann er algerlega stjórnlaus. Hann gerir oft eithvað sem blossar í undirmeðvitundinni útaf t.d leiða á daglegu amsti lífsins. Alkinn er t.d mjög gáfaður maður, en á erfitt með að drekka, lendir alltaf í vesendi, hættur ekki fyrr en á sunndudögum, gerir eithvað sem hann sér heifarlega eftir en allt gleymt dagin eftir. Lendir í stormasömu hjónabandi og það endar með skilnaði, útaf áfengi. Drekkur síðan flösku, gerir þá það sem hann myndi síst gera edrú, en þar sem hann er búinn að missa alla rökhugsun og lifir í vorkun á sjálfum sér og sínum þá fer hann útí bílskúr blindfullur og hengir sig. Svona hljóma þær sjálfsagt æva margar sögurnar um alkann. En nú förum við að spá og spegúlega. Afhverju er áfengi leyft, fyrst að það þekur næstum alla vandamálahillu okkar íslendinga. Afhverju er ekki löngu búið að banna þennan viðbjóð sem lætur fólk missa stjórn frá bíl allt uppí sjálfi lífi sínu. Finnst ykkur það ekki alveg snar. Að vera alakhólisti er nefnilega sjúkdómur. Það er sjúkdómur sem er væg einkenni að geðsýki. Geðveiki brýst t.d oft út eftir mikla neyslu áfengis. Alkahólsmi er alveg jafn mikill sjúkdómur og æxli, við getum losnað við hann en það er drullu erfitt. sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir,þunglyndi, vonleysi, bjargarleysi allt er etta partur af áfengisneyslu og niðurtúr hennar. En ef við myndum nú senda inn frumvarp um það að banna algerlega áfengi á íslandi. Yrði það tekið í mál. Aldrei. Því ríkið myndi tapa svo gífurlegum tekjum ef þessi tekjulind væri tekin af.
Síðan eru það við skattborgararnir sem borgum, í meðferð fyrir alla þessa menn sem þjást af þessari sýki. T.d ríkistarfsmaður sem er með 300.000 á mánuði er að hluta til að fá útborgað í óförum annara. Ef ég væri yfir þessu landi myndi ég hiklaust taka áfengi úr umferð. Hvernig væri það ef Ísland væri eitt af fyrtu löndum í heimi til að banna áfengi. Að sjálfsögðu kæmist á rosaleg götusala. En það væri hægt að sporna við því með því að hafa sektirnar það gífurlegar að fólk, myndi vart treysta sér í þetta. Ýmindið ykkur hvað ríkið græðir á áfengi og hvað það er mikill peningur sem snýr að áfengi og illdeilum í kringum það. T.d fólk keyrir fullt, fólk stlæst fullt, fólk drepur annað fólk, fólk eyðir öllu sparifénu, missir vini. Og ef einhver hefur fengið gott út úr áfengi þá vinsamlegast benda mér á það.
En svona í lokin þá er ég nú bara að pæla það er náttúrulega ekki raunhæft að fara að banna eithvað sem hefur verið leyft frá örófi alda. En sammt mætti endurskoða áfengislögjöfina. T.d að fólk mætti ekki drekka nema ákveðið mikið. Alkahól magn væri minkað og fólk væri sent til ráðgjafar útaf sí endurteknum brotum. Og margt fleyra náttúrulega sem ég man ekkert eftir. En þetta var svona smá hugleiðing. Gaman væri að fá comment frá sem flesum. :)
I lower my head