Ég hef verið frekar latur við huga.is undanfarið en núna þegar ég kom aftur tók ég eftir grein sem Malkav póstaði um þjóðkirkjuna og það mannréttindabrot að skattborgarar íslands skuli þurfa að niðurgreiða menntun presta og borga fyrir hátíðir þar sem hræsnin er dýrkuð. Það var mjög sorglegt að sjá það hvernig umræðan sökk niður á lægra stig í hverri einustus setningu í þessum þræði, smám saman tóku útúrsnúningar og heimska völdin og umræða sem ætti að snúast um grundvallarréttindi hverrar manneskju fór út í eitthvað trúar rifrildi. Ég hef tekið þátt í nokkrum svona trúarrifrildum (en ætla ekki að gera það aftur) og þau eru öll nokkurn veginn eins:
Trúleysingi #1 Biblían er full af þversögnum
Trúaður #1 Þú verður að lesa hana í samhengi
Trúleysingi #1 Biblían segir að það eigi að grýta homma
Trúleysingi #2 Gvuð er feyk´, Manson er malið!!1!!
Trúaður #2 Það þarf að meðtaka Jesú og viðurkenna hann til að skilja biblíuna rétt
Trúleysingi #1 Trúin drepur fólk
Trúaður #1 Nei fólk drepur fólk
Trúleysingi #3 Gunnar í Krossinum er laumuhommi með minnimáttarkennd.
Ég ætla ekki að segja hvaða persóna þarna á að tákna mig en þetta er eitthvað sem ég er löngu búinn að fá nóg af þannig að ef þessi þráður þróast út í svona umræðu þá verð ég ekki með. Það sem ég vil ræða um eru grundvallarréttindi manneskjunnar til þess að setja sjálfri sér lífsreglunar. Það sem ég vil tala um eru mannréttindi. Þá er ég ekki að tala um það sem nýfrjálshyggjusinnar hafa kallað mannréttindi, lögleiðing ólympískra hnefaleika, lækkun áfengiskaupaaldurs, afnám skyldunotkunar bílbelta o.s.frv. því að þó að ég geti svosem skrifað undir flest af þessu þá eru þetta EKKI mannréttindi, það að halda því fram er ekkert nema gengisfelling á orðinu mannréttindi. Mannréttindi eru samkvæmt minni skilgreiningu (það má vel vera að hún stangist á við aðrar skilgreiningar):
- Réttur til lífs
- Réttur til einkalífs
- Réttur til þess að þurfa ekki að sæta ofbeldi undir nokkrum kringumstæðum
- Réttur til þess að hafa skoðanir
- Réttur til þess að geta sagt frá skoðunum þínum
- Réttur til að þurfa ekki að hlusta á skoðanir annara
- Réttur til þess að geta stundað kynlíf með öðrum manneskjum ef að samþykki beggja liggur fyrir
- Réttur til að ákvarða sjálf(ur) með hverjum þú kýst að eyða þínu lífi
- Réttur til að efast
- Réttur til að trúa/trúa ekki
- Réttur til (ókeypis) menntunar
- Réttur til (ókeypis) heilbrigðis
- Réttur til að hafa eitthvað um það að segja hvernig þeim verðmætum sem þú skapar er varið í þjóðfélaginu
- Réttur til að gera uppreisn gegn þeim valdhöfum sem brjóta gegn einhverri af greinunum hér fyrir ofan.
- Þessi réttindi er öllum gefin og verða ekki frá þeim tekin
Út frá þessari skilgreiningu minni á mannréttindum (segið mér ef ég er að gleyma einhverju) þá kemst ég óhjákvæmilega að þeirri niðurstöðu að þessi réttindi eru brotin á Íslandi. Eftirtalin atriði benda eindregið til þess að siðferðisþroski stjórnmálamanna sé á lágu stigi.
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er einn trúarsöfnuður tilgreindur sem “aðal”
* Ríkið sér um það að koma peningum frá sóknarbörnum til söfnuðar => þú hefur ekkert um það að segja hvort þú borgir bara það hvert þú vilt borga.
* Ef þú kýst að skrá þig “utan trúfélaga” (það var ekki einu sinni hægt fyrr en 1975) þá færðu ekki einu sinni að ráða því hvert þinn hluti af sóknargjöldunum rennur.
* Háskóli Íslands heldur úti guðfræðideild á kostnað allra skattborgara.
* Eftir dauða þinn verður lík þitt grafið á stað sem heitir “kirkjugarður” og eina leiðin til að komast hjá því er að þú ánafnir læknadeild háskólans líkama þínum.
Búinn að bulla nóg í bili.