Ég hef barasta ekki hugmynd um hvort þetta eigi heima hérna en samt…
Þannig er mál með vexti að ég hef MJÖG léilega sjón. Ég er með
-6.5 sem þýðir að ég sé ekki neitt að viti án gleraugna (læknisfræðilega blind) og þarf að fá sterkara gler bráðlega. Síðan ég var 6 ára hefur sjónin mín versnað stöðugt, að meðaltali -1.0866 á ári og það hefur í förum sínum mjög mikinn kostnað fyrir fjölskyldu mína, á þeim grundvelli að litla systir mín, stóra systir mín og mamma mín nota gleraugu, pabbi fór í leyseraðgerð (var með -8.5 og það var á mörkunum að þeir vildu gera þetta fyrir hann).
Að kaupa gleraugu og fara til augnlæknis kostar gríðalegan pening, sérstaklega þegar fjórar manneskjur þurfa að fara árlega, alla vega ég og litla systir mín. Svona 30.000 kr, að fara til læknis, gler og allt.
Það væri hægt að niðurgreiða gleraugu hjá þeim sem hafa t.d. sjón sem er verri en -3/+3 því að þeir sem fá -1 eða eitthvað álíka, þeir eru ekkert með mjög léilega sjón, sjá kannski ekki alveg á sjónvarpið en gæti lifað án þeirra því að þetta er gríðarlegur kostnaður, þó að það sé bara að kaupa gler í gleraugun einu sinni á ári, án speglavarnar og allt það.
Einhver framsóknarmaður, með gleraugu, kassalaga minnir mig, lagði fram eitthverskonar frumvarp eða tillögu (veit ekkert hvað þetta heitir) um að niðurgreiða gleraugu. Það væri mjög hagstætt að gera það, þó kannski ekki fyrir alla sem þurfa einu sinni gleraugu og svo á svona þriggja ára fresti. Þó að það væri ekki nema 5.000 kr. eða eitthvað þá áttina þá mundi það spara einhvern pening í heildina.
Er þetta raunhæf hugmynd?
Scherma