Hæ, ég er femínisti og það var bent á þessa keppni og myndir frá henni á femínistapóstlistanum, sjá nánar á www.feministinn.is Einnig kom hvatning á póstlistann um að senda fyrirspurn til forráðamanna KEA skyrs og Golgate til að spyrja um hvort þessi keppni endurspeglaði markaðsstefnu fyrirtækjanna. Margir femínistar skrifuðu til fyrirtækjanna, bara mjög kurteisleg bréf þar sem athygli fyrirtækjanna var vakin á því hvernig þetta markaðsátak þeirra virtist koma almenningi fyrir sjónir. Femínistar geta auðvitað ekki hótað einum eða neinum. En alla vega eitt af fyrirtækjunum dró sig út úr keppninni - mér skilst að það hafi verið vegna þess að þeir hafi séð að keppnin gaf aðra ímynd en þeir höfðu reiknað með.
Ég held að femínistar hafi ekki gert neitt annað en skrifa kurteisleg bréf til að upplýsa eða biðja um upplýsingar og það er lýðræðislegur réttur. Það er auðvitað réttur þeirra sem vilja að taka þátt í þessari keppni og sýna hvaða föt sem þeir vilja. Femínistar hafa aldrei bannað neitt slíkt enda hafa þeir ekki neitt með það að segja. Vonandi skemmtir þú þér vel á keppninni.
p.s. það er búin að vera umræða á www.malefnin.com um eina mynd þar sem einhver ljósmyndari er að klípa í rassinn á einum keppanda, málverjarnir eru fúlir út af því, vilja að hún kæri fyrir kynferðislega áreitni - þú gætir kannski komið boðum til stúlkunnar og hvatt hana til að gera það, ég geri ráð fyrir að þú þekkir keppendurna úr því þú varst í keppninni sjálf - þetta sést berlega á myndinni svo það er auðvelt að sanna það. Mér finnst bara flott að fólk bæði konur og menn spóki sig um á litskrúðugum nærfötum (þó ég tengi það ekki sérstaklega skyri og tannkremi)en mér finnst ruddalegt ef það var þuklað á þátttakendum. Og mér finnst að þið ættuð ekki að láta bjóða ykkur það.
Hér er umræðan á málverjunum:
http://malefnin.com/ib/index.php?showtopi c=2505&st=0