Mörður Árnason sem á sæti í útvarpsráði og kom einmitt með tillöguna á sínum tíma um að lagið skyldi sungið á íslensku, sagði í gær föstudag að hann ætlaði að leggja það til við útvarpsráð að þeir endurskoði fyrri ákvörðun sína. Fundur útvarpsráðs er á þriðjudag og það getur vel farið svo að Birta verði sungið á ensku. Ekki er öll nótt úti hvað það varðar ennþá.

Ef að af þessu verður þá er eins gott að Einar Bárðarson og félagar slái í gegn í Köben og vinni keppnina eða verði í það minnsta í 3 efstu sætunum. Minna má það nú ekki vera eftir að íslenska þjóðin er búin að ganga þessa þrautargöngu að berjast fyrir því í heitu pottunum um land allt, að listamaðurinn (Einar í þessu tilviki) megi ráða því á hvaða hátt og tungu lag hans verður flutt.

Nú er bara að krossleggja fingur og vona það besta um fundinn á þriðjudag.

Áfram Ísland.

Kveðja
Xavier (ekki samþykkt af mannanafnanefnd)