Jæja, núna var Íslensk heimska að ná hámarki.
Núna er félag íslenskra tónlistamanna búið að leggja “skatt” á
óskrifaða diska, þar sem það _er hægt_ að skrifa íslensk lög á
þessa diska, og núna er bætt 30 - 40 kr. á hvern óskrifaðan
geisladisk þannig að hinir fátæku tónlistamenn íslands fá sinn
skerf.
Ég trúði þessu varla fyrr en ég sá þetta með mínum eigin augum,
traxdata silfur diskar sem voru á 59 kr. eru komnir uppí 99 kr.
og þegar maður er að kaupa óskrifaða diska í talsverðu magni er
þetta TALSVERÐ hækkun, eða ætti ég að segja peningasóun.

EN, þeim fannst ekki nóg að “skattleggja” óskrifaða diska.
ÓNEI!, núna hefur laggst allt að 30 prósent ofaná skrifara líka.
Til dæmis kostaði 16x Plextor skrifari 29.999 í gær en er núna
kominn í 48,999 - sem er að sjálfsögðu bölvað rugl og ekkert
annað, og 4x skrifarar eru komnir uppí 20.000 jafnmikið og fyrir
5 árum.

OG ÞEIR ERU EKKI HÆTTIR!
því núna vilja þeir skattleggja tölvur líka, því þú getur geymt
íslensk lög inná harða disknum þínum eins og geisladiskum, hvar
endar þessi geðveiki spyr ég bara ??

-

Þeir hlutir sem mér þætti mjög vænt um að fá að vita sem ég efa
ekki að þið ágætu huga notendur vitið svörin við eru þessir.

1] Hver semur svona reglur og í samráði við hvern ?
2] eru þetta reglugerð eða lög ?
3] á ég að trúa því að íslenska þjóðin sitji á rassgatinu og geri
ekki neitt til að mótmæla þessum yfirgangi ???

Því ef svona heimska á að líðast, er þá ekki allveg jafn
réttlætanlegt að félag íslenskra rithöfunda skattleggi tóm blöð,
því eftir allt, þá er hægt að afrita bækur og önnur rit með
ljósritunartækni.

Núna legg ég til að fólkið hér á huga byrji einhverja herferð sem
inniheldur t.d. undirskriftalista um að þeir sem undirritað hafa
muni ekki kaupa íslenska tónlist með svona yfirgangur og
svínslæti eru sýnd!

Og síðan svona smá í lokin ..
Í samtali við skífuna hefur sala á íslenskri tónlist ekki minnkað
við komu napster og almennri dreyfingu á mp3 lögum.

VIÐ LÁTUM EKKI BJÓÐA OKKUR ÞETTA! (og já, ég er reiður!)
Addi