Nú þegar tölvuöldin hefur tekið við, stríðum við Íslendingar (og heimurinn yfirleitt) við offitu-vandamál. Margir segja að það sé ekkert hægt að gera í þessari þróun en ég er ekki sammála þessu röddum. Ég er ekki að tala um einhverja Atkins-kúra og Herbalife-drykki heldur það að koma krökkunum af skristofu-stólunum og út í garð eða á næsta leikvöll.
Ég bý á Selfossi og það er ekki langt síðan bærinn fjárfesti í gervigrasvelli hjá grunnskólanum hér. Sá er upphitaður og mér sýnist hann hreinlega alltaf vera upptekinn.
En sá var sá tími að öll börn voru send í sveit, þar á meðal hann pabbi minn. Hann var á bæ sem er ekki nema 5 mín fyrir utan bæinn en samt fór hann aldrei heim til sín á meðan hann var í vistinni. Nú hef ég tekið yfir þeirri hefð að fara í sveit á sumrin (er 17 ára og mér finnst það ekkert “kammó”) og það er held ég besta vinna sem ég get nokkurn tíma fengið. Ég fæ að gera það sem mér líkar best: vera úti að vinna hvort sem það er sól eða rigning, hreyfa mig, vinna við dýrin, vinna við vélarnar og svo framvegis.
Eftir tvö ár í sveit hef ég komist að þeirri niðurstöðu að krakkar nú til dags situr of mikið á rassinum fyrir framan tölvuskjáinn eða sjónvarpið og drekki of mikið gos og borði of mikil sætindi. Ég er samt ekkert endilega að segja að það megi alls ekki borða einn einasta bita, ekki einu sinni á laugardögum. Þess vegna finnst mér algert hneyksli þegar Árborg tímdi ekki að borga 70.000 kr til að styrkja Orkubókarverkefið heldur henti 1 milljón króna í Mjólkurskámótið sem er/var haldið á Hótel Selfossi. Ég hef heldur ekkert á móti skák og ég tefli þó svo ég sé ekkert endilega góð í því.
Þannig að niðurstaða mín er sú að krakkar eigi að hætta í þessum tölvum sínum, horfa bara á sjónvarp þegar þeir eru búnir með heimalærdóminn, bara borða nammi og drekka gos á nammidögum, fara í sveit á sumrin og stunda einhverja hreyfingu á veturna, s.s. fótbolta, handbolta, frjálsar eða tefla því skák er íþrótt hugans.
Kv. torpedo