Auðvitað eru núna öðruvísi tímar og allt álit manna er öðruvísi.
En þá las ég líka að Danir gáfust strax upp fyrir Þjóðverjum(svoldil skömm að við höfðum verið undir þessari þjóð)
en þrátt fyrir ofurefli væri við að etja þá börðust Rússar vel og lengi við Þjóðverjana þótt við ofurefli væri við að etja.
Einnig börðust Grikkir vel á móti Ítalíu og Þýskalandi og hefur gríska eyjan Krít verið kölluð: Jarðargarður þýska fallhlífarliðsins.
En þá mundi ég eftir einu sem ég las í Öldin okkar og las um stríðsárin. Rétt fyrir seinna stríð þá kom hingað Þýska beitiskipið Endem og var það hérna til þess að ræða við Íslendinga
um það hvort Þjóðverjar mættu fljúga yfir landið og nota lofthelgi(vona að það lýsi þesssu :S)okkar til að ferðast yfir hana.
En viti menn… Íslenska stjórnin svaraði: NEIN og sagði síðann að við værum sjálfir að fara að nota lofthelgina.
Þá sagði samningamaður Þjóðverja að Emdem myndi skjóta á Reykjavík ef við myndum ekki leyfa þeim þetta… og að þá myndu Þýskaland vera í stríði við okkur. En jafnvel þótt ein stærsta og voldugasta þjóð þeirra tíma hótaði okkur þessu s-sögðum við Íslendingar NEIN aftur til þess að láta samningamanninn silja að við myndum aldrei láta undan svona hótunum.
Við skulum bara muna eftir Þorskastríðinu og mynnast þess að við Íslendingar erum ein hugrakkasta þjóð í heimi og skulum vona að svo er ennþá :D
Snoother, föðurlandssinnaður andskoti :)
Snoother