Í dag kveikti ég á sjónvarpinu, klukkan var eitthvað í kringum fimmleytið (ég er ekki alveg viss). Það fyrsta sem ég sá á skjánum var einhver heimsk naglasettsauglýsing eða eitthvað svoleiðis, svo ég skipti auðvitað um stöð en þetta var á RUV. Ég kíkti á stöð 2 og viti menn, sama auglýsingin. Það munaði að vísu nokkrum sekúndum á hversu langt hún var komin en jæja, “nobody is perfect”.
Jæja ég prísaði mig sælan fyrir þessa svakalegu heppni, ég gat skipt milli tveggja helstu sjónvarpsrásanna og fengið sömu dagskrána. Allt í lagi, ég skipti svo yfir á Skjá 1 (sem ég horfi mest á) en þeir voru mér til “mikillar undrunar” að sýna aðra auglýsingu frá sjónvarpskringlunni, þeir voru komnir í næstu auglýsingu á eftir þessari heimsku um neglurnar.

Ástæðan fyrir því að ég deili þessu með ykkur er sú, að mér finnst þetta nokkuð glatað. Þrjár stærstu sjónvarpsstöðnarnar voru allar að heilaþvo okkur. Mér finnst allt í lagi að Skjár 1 sé að sýna þetta þar sem þeir eru með ókeypis dagskrá, en að ég þurfi að horfa á þetta bæði hjá RUV og Stöð 2 á sama tíma, bæði stöðvar sem krefjast þess að borgað sé fyrir þær finnst mér too much (þess má geta að þetta var ekki bara í dag, kannski er þetta oft svona ég veit það ekki alveg).

Hvað finnst ykkur?


Takk fyrir…