Eigum við að vorkenna konum ?
Mér dettur þetta í hug vegna ýmissa umræðna þessa dagana, ekki síst vegna e.h. átaksverkefna kvenréttindahópa og annars. Það eru launa málin og það eru líka kynferðis/klám málin.
Við eigum að vorkenna þeim vegna launamismunarins og um daginn voru þær hvattar til að fara til yfirmanns síns og biðja um launahækkun, samkvæmt “vinstrireglunni” fyrirtækið hlítur alltaf að geta borgað meira. Jón forstjóri Össurar var sá eini sem svaraði af sannfæringur en ekki “pólitísku línunni” þegar hann segðist ekki veita konum í fyritækinu aukalaunahækkun því þá væri komið launamisrétti í fyrirtækinu.
það er einmitt gallinn við margt hjá þessum konum í “baráttunni” að þetta er allt á e.h. hugmyndafræðilegu plani sem hefur lítið með raunveruleikann að gera. Annað dæmi um hvað konur eiga bágt, að því er virðist undir hæl karlanna, það er vændið. Nú standa allar þingkonurnar (nema Sjálfstæðisflokks) að því að gera kaup á allri “kynlifsþjónustu”, jafnvel kaup á klámblöðum, refsiverð en afnema refsingu við að selja sig. Í Kastljósinu í kvöld sagði talskona þeirra að þetta væri til að koma því inn hjá þjóðinni að það væri rangt að kaupa þessa “þjónustu” auk þess hefði þetta virkað svo vel í Svíþóð og við vitum jú öll hvað allt er frábært í þeirri paradís. Svo þegar hún var spurð úti refsiramman sem hveður uppá allt að 2-3 árum,þá sagði hún það væri nú ekki ætlast til að fara að henda mörgum í fangelsi, þetta væri nú svona meira “hugmyndafræðilegt”. Svo var hún spurð hvort þessi eymd sem að hennar sögn ræki flestar konur út þetta myndi hverfa við þetta og hvað þær færu þá að gera, var fátt um svör.
Það hafa örugglega margar konurnar orðið hissa og kannski vonsviknar þegar nýlega könnun um vændi sýndi að þetta væri alengara hjá strákum en stelpum. Geta konur ekkert haft í friði ? Þarf nú að fara vorkenna strákunum í þessu máli ?
Svo virðist þurfa að vorkenna stelpunum líka fyrir hvað það er erfitt fyrri þær að fá fullnæingu svo það verður að auglýsa vel og vandlega alla nýjustu tækni á því svið til að hjálpa þeim til þess. Fullnægingarvélar, titrarar,egg og krem í ótrúlegu úrvali fást á Femin.is( forstýrurnar þar veifa “gervilimum” stoltar í viðtölum), eða erótískum verslunum og jafnvel heimakynningum. Ef að það eru einvherjar konur með “typpisöfund” a la Freud þá er ekki mikið mál að versla sér eitt því úrvalið er mikið !
En þetta hefur ekkert með klámvæðingu að gera er það ? Auðvitað ekki, þetta er um “kynfrelsi” kvenna og þær verða að hafa sínar græjur ef ekki er dugandi karl til staðar, sbr. auglýsingu Reyklaus.is. Mér bara datt í hug hvernig yrði litið á það ef þessu væri snúið við og menn um víðann völl færu að láta mynda sig með gervipíkur og tala um hvað þær væru mikilvægar..hm…!