Í fréttablaðinu í dag segir orðrétt:
"Unglingum meinaður aðgangur að verslun:
Starfsmenn varðir
fyrir unglingum
ÓLÆTI Lögreglan var kölluð að verslun 10-11 við Hjarðarhaga í
gær er hópur ungmenna safnaðist
saman fyrir utan verslunina.
Í miðjum ólátunum klifruðu
tveir drengir upp á þak kjörbúðarinnar
og brutu hluta af skilti. Lögregla
áminnti þá unglinga sem
mest höfðu haft sig í frammi.
Daði Agnarsson, rekstrarstjóri
10-11, segir að ófremdarástand
hafi verið undanfarið vegna óláta
nemenda úr Hagaskóla í frímínútum
og hádegishléi. Upp hafi komist
um hnupl og eins hafi unglingar
hótað starfsfólki. Hann segir að í
fyrstu hafi verið ákveðið að hleypa
ekki nema fáum nemendum inn í
einu og banna skólatöskur en nú sé
svo komið að þeim unglingum sem
mest hafa haft sig í frammi er alfarið
meinaður aðgangur að versluninni.
Daði segir að verslunin
hafi neyðst til að grípa til þess ráðs
að fá aðstoð frá Securitas til að
verja búðina og tryggja öryggi
starfsfólks.
Nemandi í Hagaskóla sem
Fréttablaðið ræddi við sagði að
starfsmenn hefðu veist að unglingsdrengjum
og haft í frammi
hótanir. Aðspurður hvort ekki
væri eðlilegt að starfsmenn sýndu
unglingum hörku ef upp hefði
komist um búðahnupl, sagði nemandinn
að allur hópurinn væri
dæmdur fyrir eitthvað sem fáeinir
einstaklingar hefðu staðið fyrir. ¦”
En er þetta allt satt?
10 – 11 segir ekki allar hliðar á málinu!
Nemendur eru stimplaðir glæpamenn, eru þetta fordómar gegn unglingum?
Ég skil af hverju þeir fóru að banna unglingum – undir 16 að versla þarna; “það deyja alltaf saklausir í stríði”
Ég þekki nokkur tilfelli td. Að unglingar voru að skoða eitthvað dæmi í neðstu röð, þar sem myndavélin náði ekki að sjá þá fór starfsmaður og hékk yfir þeim, allan tímann.
Starfsmenn hafa hótað öllu illu til eins nemanda ss. Að hann (starfsmaðurinn) eigi rétt til að drepa hann og rífa úr honum barkann svo hann þegi! Þessi nemandi hefur aldrei stolið og er oftast kurteis (svo að ég viti)
En ég er ekki að hlífa þessum sem brutu skiltið og mér finns sjálfsagt að meina unglingum úr haga skóla aðgang eftir svona.
Þetta á engan veginn rétt á sér.
Svekktur nemandi úr hagaskóla.