Ég var í skólanum um daginn(er í 10. bekk) þetta var rétt eftir leikinn við þýskaland þar sem við gerðum jafntefli.

Ég fór aðeins að tala við vini mína og spurði þá hvort þeir væru ekki stoltir, en þeir sögðu nei og önsuðu, hérna á íslandi er allt svo dýrt, mér finnst þetta land sökka, frekar að búa útí Bandaríkjunum eða Bretlandi.

Þetta fannst mér svoldið leiðinlegt því að þjóðarstolt mitt er mjög mikið. Ég get ekki sagt að eitthvað land sé betra en Ísland.

Svo fór ég á netið nokkru eftir það og var að spila leik á netinu og það kom Kani inná þennan alíslenska server. Hann sagði að evrópumenn væru bara karlrembur sem væru alltaf í stríði og mennirnir væru alltaf að lemja konurnar hérna.

Ég varð auðvitað að svara fyrir mig, og sagði honum að ofbeldi væri mest í Bandaríkjunum og þau væru alltaf í stríði.
En hinir “Íslendingarnir” á þessum server þögguðu niður í mér og sögðu mér að þegja.

Hvað varð um það að svara fyrir sig og land sitt?

Einnig hef ég svo oft heyrt fullorðið fólk segja að Danmörk sé betra en Ísland, Við skulum bara orð Halldórs Laxness í Íslandsklukku, þar sem er talað um hvernig Danirnir fóru með okkur.

Öll foreldri ættu að taka börn sín niður á höfnina og sína barninu sínu varðskipin og segja: Á þessum skipum sigruðum við íslendingar Bretana.
Einnig ætti að kenna þeim um Leif Heppna og segja þeim frá mikilvægi þess að hann fann Ameríku, sumir taka það ekki alvarlega.
Og mikilvægi þess að við höfum talað nærrum sama tungumálið í meir en 1000 ár

Ég er samt ekki að segja að við eigum að fara með fánahyllingu á hverjum degi, eða vera öfgaþjóðernissinar.
Ég vil bara vita hvað hugarar segja um þetta mál.

Fyrsta grein mín, er kannski ömurleg og ég vil þakka öllum sem lásu hana :)

Stærsta borg heims hyllir mestu þjóð heims. (þetta sagði borgarstjóri New York um íslendinga sýningu okkar þar um árið 1930.

Snoothe
Snoother