Ok ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætti að pósta þessu. En ég er búinn að flakka milli msg boarda í kvöld og röfla þannig ég geri það líka á huga.
Ég ætlaði að vera með smá skítkast á Skjá Einn. Það er reyndar ótrúlega lítið hægt að setja út á Skjá Einn ég horfi ekki á annað eftir að ég fór að ná því (flutti í rvk) og við erum núna að segja upp stöð 2.
En mér finnst alveg ótrúlegt að þeir byrja með suma þætti og svo hverfa þeir bara án þess að neinum sé sagt neitt. Bara plúff.
Seinasta dæmið var minn uppáhaldsþáttur Conan ‘O Brian. Ég sé ekki betur en að hann sé alveg farinn af dagskrá (hef ekki séð hann í 3 vikur) og ET (entertainment tonight) komið í staðinn. Enginn látinn vita, dagskrá vikunnar og www.sjonvarp.is ennþá með “conan óbræjan” á skrá. Persónulega vill ég frekar fá Jay Leno út og Conan aftur inn en þetta er náttúrulega matsatriði hvernig húmor maður fílar.
Hins vegar verð að að hvetja Skjá Einn til að reyna að hafa smá rök fyrir því hvaða þættir fara af dagskrá, ég er bara einn af fjölmörgum eldheitum aðdáendum megaflipparans Conan’s.