Sæl!
Ég er mikill áhugamaður um tónlistarmyndbönd og hef oft eytt nokkrum mínútum fyrir framan sjónvarpið að horfa á myndbönd. Ég hef svo mikið úrval þið skiljið, skjár 1, VH1, popptíví, og svo náttúrulega MTV. Popptívi sérhæfir sig í að birta myndbönd á meðan skjár 1 hefur þetta bara aðeins á meðan engin daskrá er á skjá 1. Það er, frá því þeir loka útsendingu og þangað til útsending hefst aftur með venjulegri daskrá. Nú áðan þegar ég var að svissa á milli stöðva rakst ég á myndband á Skjá 1, og þar sem ég var byrjaður að fíla lagið fannst mér allt í lagi að staldra aðeins við. Þetta er ekki mjög seint á deginum, svona um 5 leytið. Ég hef áður séð þetta myndband, þetta er lagið P.I.M.P með 50 cent og það hefur ekki verið svona gróft á popptívi og MTV. Það sem ég sá, á skjá 1 var mjög svo gróf útgáfa af þessu myndbandi. Þ.e. konur voru bara hreinlega ekki í neinu nema einverjum pínulitlum nærbuxum.
Þessi útgáfa af laginu er bönnuð á MTV, og ég vona að þetta sé bannað á popptívi, því að mér finnst þetta ekki við hæfi, þar sem börn gætu verið að horfa á þetta.
Ég veit ekki með ykkur hin, og þið megið vel tjá ykkur um þetta málefni, en þá finnst mér ekki við hæfi barna að horfa á nakið kvenfólk og hafa aðgang að því um klukkan 5 á daginn. Ég veit að þetta er pínulítið langsótt hjá mér, já já, börnin ættu að vera að horfa á barnaefnið og allt það, en þar sem við erum oft ekki að fylgjast með þeim horfa á sjónvarpið ot látum sjónvarpið sjá um það, að þá vitum við ekki hvort þau séu að skipta um rás. Þau geta staldrað við það að horfa á nakið kvenfólk og kalla vera að strjúka á þeim geirvörturnar. Þetta er það sem ég sá, mér fyndist þetta flott, EF þetta væri klámmynd, sem þetta var greinilega ekki.
Mér finnst eins og við ættum að hlífa börnunum okkar við því að hafa aðgang að klámi. Allt sem börnin okkar sjá mótar þau á sínu þroskaskeiði. Sjálfur á ég ekki börn, en þó hef ég þann eiginleika að skynja það sem gerist í kringum mig með huga barns og ég veit að þetta er ekki það sem barn þarf að sjá. Hvað finnst ykkur?
Ég vildi bara skilja þessa hugsun hjá ykkur sem lesið þessa grein. Ég er ekki að búa til grýlusögur til að ná mér niður á skjá 1. Þeir passa sig greinilega ekki nógu vel. Við vitum að tónlistarmenn eru alltaf að reyna að ganga eins langt og þeir geta hvað varðar að sýna nekt, sýna ofbeldi og blóta í myndböndunum sínum. MTV þarf að leggja sig allan fram til þess að sía þetta í burtu. Það er ekkert að ganga neitt sérstaklega vel hjá þeim.
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta ekki við hæfi. Finnst ykkur myndbönd ganga of langt? Finnst ykkur að það ætti að halda áfram að sýna þetta myndband, og svipuð myndbönd í framtíðinni? Þá á ég við á þeim tímum sem börn gætu verið að horfa á sjónvarpið. Þið sem að eigið börn, endilega sýnið ykkar skoðun á málinu. Ég vil heyra allar hliðar á þessu máli. Þetta snertir okkur öll.
Takk fyrir mig:
Zechron