Síðan í dag segja þeir að það megi bara koma einn viðskitavinur í einu í búðina! Á einn viðskiptavinur að hafa afnot af allri búðinni aleinn?! Mér finnst hneykslanlegt að þeim skuli detta þetta í hug, að láta dygga viðskitpavini sína bíða fyrir utan búðina á meðan einhver einn viðskiptavinur notar alla búðina fyrir sjálfan sig! Afgreiðslumaður í þessari búð sagði að það væri skárra að enginn verslaði við þá heldur en að nokkrir mundu stela, eða eitthvað þvíumlíkt!
Mér finnst þetta bara fáránlegt, ég mun allavega ekki versla við þá í náinni framtíð og örugglega ekki mikill partur Hagaskóla!
Ætli þeir láti svona vegna aldurs okkar? Ætli þeir mundu hegða sér svona við viðskitpavini sem væru svona tveimur árum eldri? Ég held ekki! Hvað finnst ykkur um þetta mál?
Sod-Off Baldrick.