Oft hef ég staðið mig að því að pæla eina hugsun til enda. Nú þegar nasistinn hann Bush vill endilega sprengja Írak aftur á steinöld, fær það mann svoldið til að hugsa hve berskjölduð við öll erum. Og þar sem þetta snýst að litlum hluta um gereyðingarvopn, hvort sem það eru efnavopn eða kjarnorkuvopn fer maður ósjálfrátt að pæla, EF þetta myndi nú lenda hérna á pínulitla Íslandi. Í heiminum öllum er nógu mikið af gereyðingarvopnum til þess að þurrka út allt lifanda líf, svona fimm sinnum.


Og eins og ég byrjaði þetta að þá hef ég oft pælt þessa hugsun til enda hvernig skyldi það vera ef að kjarnorkusprengja myndi lenda hérna í Reykjavík? Þar sem ég er mjög svartsýnn maður, og þar sem hættan á styrjöld í heiminum er til staðar, að þá finnst mér það ekkert ólíklegt að þetta gæti komið fyrir. En hugsum okkur að ein eitthvaðmegatonnakjarnavopn myndi nú skella á henni gömlu góðu Reykjavík. Og þar sem kjarnorkuvopn eru alltaf að verða öflugri og öflugri að þá eru þau með miklu meiri gereyðingarmátt heldur en raketturnar 2 sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki. Maður fer þá oft að pæla hvernig borgin myndi verða eftir svoleiðis árás. Hvað skyldi nú koma fyrir? Erum við undirbúin svoleiðis árás? Nei það erum við ekki, og munum seint verða. Ætli maður yrði ekki að reiða sig á það sem maður býr í, hin klassísku íslensku steinsteyptu hús. Þau eiga nú að þola sterka jarðskjálfta, og ég held ég yrði mjög öruggur ef að það myndi koma fellibylur til landsins. En kjarnorkusprengja? Ég veit ekki.


Ef þetta helvíti myndi nú koma, þá held ég að sprengingin yrði svo öflug að hún myndi jafna miðbæinn við jörðu og þurrka upp tjörnina. Öll húsin á seltjarnarnesi myndu eyðileggjast líka. Sprengingin myndi ná langleiðina út til Mosfellsbæjar og langleiðina út fyrir Hafnarfjörð. Kóparvogur, Breiðholtið og Grafarholtið myndu eyðileggjast. Höggbylgjan sem myndast myndi síðan ná alla leið að Reykjanesbæ og Grindavíkur. Já og ég þori að veðja að Akranes myndi ekki sleppa heldur. Svo öflugar eru þessar sprengjur að ég held að eini staðurinn sem óhætt er að vera á sé á Egilsstöðum. Reykjavík yrði subbulega ónýt borg eftir á. Það væri rétt svo hægt að sjá útlínurnar hvar helstu hverfin í borginni voru. Breiðholtið yrði einn kolamoli af steinsteypu og sömuleiðis Grafarholtið. Þar sem flest húsin sem eru hérna eru yfirleitt ekki stærri en 2 - 3 hæða einbýlis og fjölbýlishús að þá held ég að viðnámið gegn sprengingunni sé ekki neitt. Þetta myndi gjörsamlega sópa öllu í burtu. Þökin myndu öll fjúka fyrst af höggbylgjunni, svo kemur brennandi eldveggurinn sem myndi bræða steypuna niður í drullu.


Ég myndi búast við hinu versta og manntjónið yrði algjört. Kannski slyppu þeir sem væru sem lengst frá miðju grillsins en ég held að þeir myndu fljótlega drepast seinna úr eitrun, eða geislavirkni. Ég held að mannfallið yrði svona 97 - 99 % á öllu stórreykjarvíkursvæðinu. Enginn myndi stíga fæti á Reykjavíkurjörð fleiri fleiri ár eftir þetta. Mosfellsbær myndi allur leggjast í eyði það er að segja ef einhver myndi lifa þar af. Reykjanesskaginn yrði óbyggilegur næstu árin og sömuleiðis Akranes. Þ.e.a.s ef versta tilfelli myndi koma upp. Það væri ekki lengur hægt að veiða uppúr Faxaflóanum fisk, því hann væri eitraður og geislavirkur. Allur kvikfénaður myndi síðan drepast úr eitrun, því næsti vetur á eftir myndi verða kjarnorkuvetur, og jörðin á suðvesturlandi myndi sölna og eða verða eitruð öllum lífverum. Þetta myndi síðan þýða dauða fyrir alla í Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvollsvelli.


En við skulum nú ekki örvænta, ef þetta skyldi nú koma upp að þá myndu svona 30% - 40% landsamanna lifa þetta af. Við erum jú það dreifð hérna um allt landið og gætum bærilega haldið áfram að lifa, en þó við mjög erfiðar aðstæður. Eftir 2 - 3 ár yrðum við kannski fá, en harðgerðasta fólkið myndi nú lifa þetta af og halda áfram að byggja upp landið. Þótt besti bitinn af landinu væri horfinn að þá er vel hægt að búa annarsstaðar. Ég held að ein kjarnorkusprengja myndi nú ekki þurrka okkur af kortinu. ;-) Við myndum bara spýta í lófana og halda áfram, er það ekki?


En svona til þess að hressa upp á andrúmsloftið sem ég er búinn að byggja upp hérna að þá sagði einhver snillingurinn, sem bjó til kjarnorkuvopnið, eftir að hann komst að því hvað hann hafði í raun og veru búið til: “I don't know what weapons will be used in WWIII but I know that WWIV will be fought with sticks and stones”