Eins og þið væntanlega vitið er vændi á Íslandi bannað. Ég skil samt ekki alveg þessa reglu sem er sett sem er að það megi ekki sjá fyrir sér með vændi, má sem sagt stunda vændi í aukavinnu? Konur og/eða menn mega vera sem sagt í vinnu annarstaðar og geta sem sé séð fyrir sér með þeim pening en geta svo t.d. farið til útlanda fyrir pening sem þau söfnuðu sér fyrir með vændi, að það sé í fínasta lagi.
Svo er líka sagt að vændi sé bannað vegna þess að þetta sé kynferðisleg misnotkun á persónunni. Ég næ því bara ekki ef að það er kona sem vill sjá fyrir sér með vændi má það ekki og þarf að fara leynt með það sem mér finnst alveg fáránlegt. Hún er þá bara tekin af lögreglu en mennirnir sem kaupa hana eru alveg í rétti, Þeir vita af því að vændi er ólöglegt en kaupir sér samt, á þá ekki að taka þá líka? Er ekki sagt að ef að þú ert t.d. að ræna banka og manneskjan sem notar þann pening sem þú rænir og veit að hann er stolinn að þá er manneskjan samsek? Kannski ekki alveg rökrétt dæmi við þessa grein.

En bara svona aukalega að t.d. Hollandi er vændi mikið stundað og ég fer mjög oft í gengum svona hórugötu (til að stytta mér leið ) og við endann á henni er leikskóli. Ég varð nú bara virkilega hneiksluð yfir þessu og frænka mín sem býr þarna úti sagði mér það að það væri mikið um að þetta væri svona og foreldrar vildu koma börnunum sínum fyrir á leikskóla við hórugötur vegna þess að lögreglan vaktar þessar götur mjög vel og er þess vegna mikið öryggi í því.

Ég hef mikið verið að spá í þessu afhverju menn sem kaupa hórurnar séu ekki meðsekir.. Segiði mér hvað ykkur finnst…
kv.dísa