Verð nú eiginlega að svara þessu. Flestir sem eru á listamannalaunum á íslandi eru rithöfundar og jú þeir hafa einmitt verið duglegir í mótmælum, t.d. sá einstaklingur sem gengur nú fram hvað harðast í mótmælum gegn framkvæmdum í landinu er rithöfundur sem reyndar lifir aðallega á frægð föður síns.
Það þarf varla að taka það fram að það er ekki bara fólk á Arnarnesinu sem kaupir bækur.
Ég er ekki sammála þér í því að flestir góðir listamenn “flýji” land því yfirleitt þá fá þeir töluvert betur borgað heldur en þeir gætu fengið hér, sama hvort þeir væru á listamannalaunum eða ekki. Markaðurinn úti er töluvert stærri en hér heima.
Varla væri Erró jafn vel stæður ef ríkið hefði staðið í því að reyna að halda honum hérna heima með listamannalaunum, þótt hann hafi nú í gegnum tíðina fengið dágóða styrki frá Ríkinu.
Þú spyrð hvort einhver sem tjáir sig hérna eigi listaverk, já það eru til fjöldamörg listaverk á mínu heimili, heildarsafn laxness, allar bækur Einars Más, fjöldinn allur af íslenskum tónverkum á geisladiskum og plötum og svo væri lengi hægt að telja.
If you start the day doing nothing, when do you know when you've finished?
Jebb…rífa þetta hyski af spenanum undir eins!
Svo það eru rithöfundarnir sem eru að skemma fyrir hinum? A-AHA! Enginn furða að ég hafi ekki séð að meirihluti mótmælendanna væru rithöfundar á listamannalaunum, þar sem ég þekki ekki mikið af þeim í sjón. Vanari að sjá þá sem texta á blaði.
Og nei…það er staðreynd að það er gróðavænlegra að stunda “myndlist” hér á landi heldur en annars staðar. Það eru einfaldlega of margir um hituna hér á landi, of fá gallerí og engann pening að hafa.
Ætli það sé ekki best að láta bara frumskógarlögmálið sjá um þetta fólk bara? Og loka þessum fáránlega listaháskóla…Hvað er verið að kenna fólki? Að lifa á ríkinu? Þetta er náttúrulega fáránlegt!
Í fljótfærni minni gleymdi ég að taka fram að ég þekki helst þá hlið málsins sem snýr að myndlist. Hversu mikið af henni átt þú?
En jú, eftir að hafa íhugað málið, er ég sammála: Sendum skoffínið af landinu… Það vill það hvort eð er enginn hérna.
Að lokum vil ég benda á að Erró er nú ekki hér meðal okkar. Eins og þú sjálfur bentir á, þá er betra að vera úti fyrir þetta fólk. En það var það sem ég var að segja… Fólk flýr land. Listamannalaunin eru að einhverju leiti viðleitni, einfaldlega til þess að litla þorpið geti nú haldið einu sætu handverksgalleríi á skólavörðustíg opnu.
0
Mér finnst þetta fáránlegt hvernig staðið er að mótmælum, í fyrsta lagi kann þetta fólk ekki að vekja athygli á málstað sínum heldur notar opinbera atburði til að gera það fyrir sig, það sem auglýst var þennan dag á austurvelli var setning alþingis, ekki mótmæli og finnst mér það óhemju óvirðing við lýðveldið okkar að reyna troða einhverjum málefnum, hversu mikilvæg þau kunna að vera, inn þá athöfn.
Sem annað dæmi um þetta er 17. júní, þegar landsmenn safnast saman til að halda upp á afmæli lýðveldisins þá eru alltaf einhverjir leiðindapúkar sem þurfa að eyðileggja stemminguna, mestmegnis allt ungt fólk eins og ég sem heldur að það sé að gera einhverjum málstað greiða.
Enginn málstaður er mikilvægari heldur en lýðræði þessa lands, og þegar það er verið að halda upp á afmæli þess eða verið að iðka það, þá getur fólk bara gjörað svo vel og haldið kjafti og tekið að ofan ef það ætlar ekki að taka þátt í því.
0