Sæl öllsömul.
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sendi út frétt vegna tölvupósts sem borist hefur til fólks sem notar þessa tilteknu uppboðsíðu. Langar mig þess vegna að koma með nokkur ráð til fólks sem hefur áhuga á að skoða þessa síðu og gera tilboð í einhverja hluti sem þar eru til boðs.
1. Lesa vel allar leiðbeiningar sem þú færð þegar þú skráir þig hjá eBay, sérstaklega er tekið fram að eBay Aldrei undir neinum kringumstæðum biður um kreditkortanúmer beint í tölvupósti.
2. Þær aðferðir sem fólk notar til að borga með, yfirleitt Paypal eða Bidpay, þá gildir slíkt hið sama þar og segir jafnframt í leiðbeiningum hjá þeim. Western Union peningasendingar eru yfirleitt varasamar ef þú þekkir ekki móttakanda og sérstaklega ef um er að ræða heimilisfang á pósthólfi.
3. Fólk skal reglulega athuga stöðu á sínum reikningum hjá Paypal eða Bidpay, þar sem eitthvað er um að stolið sé notendanöfnum og leyniorðum. þannig er hægt að leika sér með reikninga þeirra sem eiga þá.
4. Ávallt skoða vel upplýsingar um hluti sem boðið er í, sérstaklega Svokallað feedback seljanda, þar segir í 99.9% tilfella hvort seljandi sé traustur, þá eru þeir með mörg og góð Positive feedback.
5. Ef þú færð tilboð í tölvupósti um að kaupa einhvern hlut utan eBay þá skaltu gleyma því, bíddu bara frekar og fylgstu með öðrum tilboðum á sömu vöru. Þó kannski sé erfitt að fá sín mál leiðrétt ef einhver vitleysa kemur upp, hefurðu þó einhvern rétt ef þú heldur þig innan eBay.
6. Fylgstu vel með discussion boards, og líttu eftir öryggisreglum.
"http://pages.ebay.com/community/boards/index.html“
Bara gefa sér tíma til að lesa vel yfir tilboð ” líka varðandi sendingarkostnað “ ef ekki er tilgreindur sérstaklega sendingarkostnaður þá ávallt skal ” Ask seller a question “ áður en boðið er í tiltekinn hlut, því ef þú býður án þess að vera viss getur seljandi skellt á þig ótrúlegum upphæðum sem þú verður að fara eftir…………….
Ég hef persónulega keypt svolítið af hlutum á eBay, sérstaklega þó á DVD myndum ” sumar ekki einu sinni komnar á videoleigur hér heima " ég hef gert alveg frábær kaup, og hef sparað mér þúsundir króna, og þar sem ég er vakandi yfir allskonar spam og féfletti tilraunum hef ég aldrei lent í neinum vandræðum.
Vonandi hafði einhver gagn af þessum smápistli mínum varðandi öryggi á eBay, og segi enn og aftur lesið ykkur vel til um öryggisreglur og slíkt áður en gefið er upp kreditkortanúmer það MARGBORGAR SIG….
Kær kveðja
Geiriv