Ásatrú
Ég er búinn að vera að lesa mér aðeins fyrir um Ásatrú og mig langar til að vita hvernig almenningur lítur á þessi mál.
Sjálfur tek ég trúarmál ekki of alvarlega og skil ekki í fólki sem fer út í öfgar með trúarmál.
ég lít svo á að trú sé ekkért annað en leiðbeiningar um hvernig þú eigir að lifa lífinu og þó svo að þú brjótir einhver boðorð þá mun engin guð koma og brenna börnin þín eða nauðga kettinum þínum, því eins og allir/flestir vita þá er guð bara nafn eins og t.d jólasveinninn (jamm því miður).
Ég tel að guð sé fólkið og að trúa á guð sé eins og að trúa á sjálfan sig, skiptir ekki máli hvað guðinn er kallaður Guð, Alla, Oðinn, eða Gummi Sveins… svo lengi sem þú ert ánægður með lífið þá sé ég enga ástæðu til að reyna að breita því.
Ég var einusinni spurður að því hérna í Írlandi þegar ég var að tala um Ásatrú “hva!! trúir þú ekki á Guð?!?! og ég svaraði jú ég trúi á Guð en ég trúi ekki á kirkjuna, og Írarnir voru ekkért smá hneigslaðir, ég get talið mig heppinn að hafa ekki verið brendur á báli :)
Það er eitt við Ásatru sem ég hef ekki séð í annari trú, þeir viðukenna aðra trú s.s þú mátt alveg trúa því að guð og Gummi Sveins séu til og getur samt verið Ásatrúar, sem er auðvitað sjálfsagður réttur hvers og eins!
En af einhverjum ástæðu virðast önnur trúarsamtök vera hrædd við að leyfa manni að vera frjáls til að opna hugan og skoða hvað hentar manni best.
Það er svo annað í Ásatrú sem mér líkar nokkuð vel, þar er sagt að útbreiðsla trúarinnar sé óþurfaverk s.s engin ástæði til að fara að ónáða náungan, svo lýst mér líka nokkuð vel á hvernig þeir bera áherslu á að bera virðingu fyrir landinu og svoleiðis, og svo má auðvitað ekki glayma öllum þorrablótunum!
En hvernig líta Íslendingar á Ásatrú? er þetta bara grín eða er þetta gömul trú sem á allann rétt á sér í klakanum og annarstaðar í heiminum?
Takk takk
Malki.