Ríkjum heims má skipta í fátæk lönd og rík. Í fátæku löndunum býr stór hluti íbúanna við örbirgð og hungur. Einn af hverjum fimm íbúum jarðarinnar lifir í algjörri fátækt og hefur ekki þær brýnustu nauðsynjar sem þarf til að viðhalda lífinu; næringarríkan mat, hreint drykkjarvatn, fatnað og húsaskjól.Í daglegu tali eru löndin þar sem fátæktin er svona mikil nefnd einu nafni þróunarlönd. Þau eiga það sameiginlegt að vera í Afríku, Asíu, Mið - og Suður-Ameríku. Í þessum heimsálfum búa meira en fjórir milljarðar manna en þar skapast einungis fimmtungur allra auðæfa heimsins. Það er fátæktin sem er sameiginlegt einkenni þessara landa, ekki staðsetning þeirra á suðurhveli jarðar, íbúafjöldi eða litarháttur íbúanna.
Enda þótt útbreidd fátækt einkenni þau lönd sem teljast til þróunarlanda eru að sjálfsögðu engin tvö þeirra eins. Menning, náttúrufar, efnahags- og stjórnmálakerfi þessara landa erumjög mismunandi. Nokkur þeirra eru tiltölulega auðug, til dæmis olíuframleiðsluríkin í Miðausturlöndum, fáein ríki sem nýlega hafa iðnvæðst, m.a. Brasilía, Mexíkó, Tævan og Singapúr.
Önnur lönd hafa aftur á móti orðið mun fátækari á síðustu árum. Í ríkjunum sem áðurtilheyrðu Sovétríkjunum var áður tiltölulega mikil velmegun en er nú víða almenn fátækt.
Langflest þróunarlandanna eru fyrrum nýlendur Vesturlanda. Þjóðarframleiðsla á mann ermun lægri en í ríku löndunum.
Flest byggja þau afkomu sína á hráefna-og landbúnaðarframleiðslu en iðnaðarframleiðsla er tiltölulega lítil. Stóran hluta íbúanna skortir brýnustu lífsnauðsynjar - næringingarástand þeirra, heilsa, húsakostur, atvinnu- og menntunarmöguleikar eru ófullnægjandi. Oftast bitnar fátæktin mest á konum og börnum,en talið er að konur séu um 70% hinna fátækustu.
Þrír af hverjum fjórum íbúum í þróunarlöndunum búa í sveitahéruðum og hafa framfærslu sína af landbúnaði. Í sveitunum er fátæktin yfirleitt mest, þar eru skólar fæstir, heilsugæsla oftast léleg og erfiðast að nálgast hreint drykkjarvatn. Þær bágu aðstæður sem fólk í sveitahéruðunum býr við er hvergi að finna í iðnríkjunum. Loks má ekki gleyma að innanríkja er ekki síður að finna mikinn mun á kjörum fólks en milli þeirra, bæði milli landsvæða,aðallega borgar og sveita, og einnig milli hópa fólks.
Margar og flóknar ástæður liggja að baki fátæktinni í þróunarlöndunum.
Um þær ríkirágreiningur og skoðanir manna mótast m.a. af stjórnmálaviðhorfi þeirra. Sumir segja aðaðalástæður fátæktarinnar séu aldalöng nýlendukúgun, óréttlát viðskiptakerfi, eða skuldastaða þróunarlandanna. Aðrir benda helst á óblíða náttúru, innanlands- og milliríkjaófrið, misráðið stjó rnarfar eða skort á fjármagni og tækniþekkingu.