Hún æfir handbolta en æfingastaðurinn er ekki í göngufæri frá heimili hennar.
Svo var ég að passa um daginn og hún átti að taka strætó í fyrsta skipti ein á æfingu. Fer tímanlega á stoppistöðina og settist inní skýlið.
Hún er bara lítil og kann ekki alveg á þetta svo að hún fór ekki út fyrr en hann strætó var alveg komin að skýlinu (ekki einu sinni víst að hún hafi tekið eftir honum fyrr).
“Strætóinn stoppaði aðeins” sagði hún mér þegar hún kom heim hágrátandi nokkrum mínútum seinna, “en brunaði svo bara áfram.”
Hverskonar bílsstjóri gerir svona. Er ekki vinna þeirra að fara á milli biðskýla og ná í fólk?
Ég hef lent í svona áður að hann brunaði áfram fram hjá vinkonu minni sem beið inní skýlinu, þrátt fyrir að það væri kallað til hans að það væri manneskja í skýlinu. Bílstjórinn var bara að spjalla við einhvern vin sinn sem stóð OG í talstöðina.
Ég veit að það á að standa úti en krakkinn vissi bara ekki betur. Núna vill hún ekki fara ein í strætó, svona fer alveg með svona litla krakka. Vinkona mín hefði átt að vita betur, hún var 15 þá…
Ég hringdi niður á strætó og konan í símanum sagði að bílstjórar ættu að fylgjast líka með hvort það væri einhver í skýlinu, sérsaklega þar sem þeir eru einu strætóarnir.
Svo eru bílstjórarnir oft dónalegir og fúlir, finnst það frekar lélegt af starfsmönnum hins opinbera.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche