Ég er að lesa vesalingana og fór þá Victor Hugo (rithöfundurinn) að koma með þrumuræðu sem hljómaði svona. “Borgarar! Nítjánda öldin er mikil, en sú tuttugasta verður hamingjusöm. Þá fer lífið ekki lengur eftir gamla laginu. Þá þarf ekki lengur að óttast landrán eða vopnaða keppni þjóðanna, eða lykkju á leið menningarstarfsins vegna konungagiftinga, eða erjur milli tveggja trúarbragða, sem stangast eins og hafrar á hengiflugi óendanleikans. Þá þarf ekki framar að óttast hungursneyð, eða það að hinn sterki níðist á hinum veika, að konur gerist skækjur af neyð, að menn séu fátækir af atvinnuleysi, eða að barsmíðar og rán af tilviljun einni eigi sér stað í skógi atburðanna. Það mætti næstum segja svo, að engir atburðir verði framar. Við verðum öll hamingjusöm. Mannkynið fer eftir lögbundinni braut sinni, eins og jörðin fer eftir sinni braut, og þá verður samræmi aftur komið á milli sólarinnar og stjörnunnar. Sólin mun snúast um sannleikan, ein og hnötturinn um ljósið.”
Hann hafði aldeilis ekki rétt fyrir sér um tuttugustu öldina. Eins og til dæmis maður sér það bara strax í fyrstu setningunni. Ef maður lítur yfir tuttugustu öldina hefur hún verið besta og versta öldin. Allan vega frá mínu sjónarhorni sé ég það þannig. Miklar tækniþróarnir bæði góðar og slæmar. En á móti höfum við heimstyrjaldirnar tvær og svo voru mikil mannréttindi áunnin á þessari öldinni sem leið. Þannig að sumt sem að hann og aðrir byltingarmenn í frönsku byltingunni stóðu fyrir rættist en ekki nærrum því allt.
En svo að ég vitni aftur í hann “með líkum okkar skulum við mótmæla skulum við mótmæla stjórninni. Við skulum sýna það, að þótt alþýðan bregðist lýðveldissinnum, þá bregðast lýðveldisinnar ekki alþýðunni.” Þetta segði persónan Enjolras í vesalingunum þegar allur parísarherinn var á eftir honum og hans mönnum.
Byltingar virka vel ef að einn byltingar maður verður spilltur og spillir öllu fyrir þeim. Tökum til dæmis frakkland og frönskubyltinguna. Hún hreif ekki á góðan hátt fyrr en eftir að þeir voru búin að fá einn spilltan foringja og steypa svo honum af stóli.
Ég skrifaði þessa grein til þess að menn í gamla daga trúðu virkilega á betri tíma en núna virðist sem að við erum búin að missa alla von og græðgin er búin að fá yfirhöndina. Ég er ekki að segja að þetta var ekki svona þá. Og ég er ekki að tala um alla en yfir stóru heildina þá lítur þetta svona út.
Disneyfan.