Þegar kærastinn minn flutti til London fyrr í sumar var ég meira en lítið ánægð að sjá auglýsingar um “heimsfrelsikortin” sem áttu samkvæmt auglýsingunni að vera ódýrari leið til að hringja til útlanda og fyrir 1.000 kr. kort áttu að fást ALLT AÐ 200 mín.
Ég rölti út í sjoppu og kaupi eitt stykki og slæ strax inn heimanúmer kærastans í London (eftir að hafa eytt allavega mín. í að slá inn langt code- og pin- númer og hlusta á óþarfa leiðbeiningar því þær eru allar á kortinu). Áður en sónninn byrjar þá heyrist rödd segja “þú átt 28 mín. eftir á kortinu þínu”! Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum og hélt að þetta væru mistök eða eitthvað og hringdi í þjónustuver símans og heimtaði skýringar. Þar var mér sagt að kostnaður símtala sé mismunandi eftir löndum og England sé bara með dýrari löndum í Evrópu að hringja til og ég fái ekkert meir en 28 mín. fyrir peninginn.

Niðurlúr sætti ég mig við það og hugsa sem svo að það hljóti allavega að vera ódýrara að hringja með þessu korti en bara beint (þær stelpur sem eru svo heppnar að eiga kærasta á norðurlöndunum hljóta að vera á betri deal en ég eða eitthvað því england er nú ekki beint í Afríku)…..en við nánari skoðun kemur eftirfarandi í ljós: að hringja beint úr mínum síma í hans (heimasíma í heimasíma) án þess að nota kortið kostar 40 kr. mín þannig að þessar 28 mín. kosta 1.120…þetta æðislega kort er sem sagt nánast gagnslaus…..sem er kannski allt í lagi (en þó í raun óskiljanlegt að þetta sé þá auglýst sem HEIMSKORT en ekki bara AFSLÁTTARKORT TIL EINSTAKRA LANDA??)

Allavega, ég semst nota bara þetta eina kort (hringdi 6 símtöl sem samanlagt urðu 28 mín) og hafði hugsað mér að gleyma síðan þessu korti og málinu í kringum það. en nei…hvað haldiði að gerist svo??? Ég fæ símreikninginn næstu mánaðarmót og haldiði að ég fái ekki aukakostnað upp á 500 krónur sem hefur þá safnast saman í þau 6 skipti sem ég hringdi í þennan símsvara, sló inn code- og pin- númerið og hlustaði á leiðbeiningar!!! sem næstum 100 kall mínútan (tók um mín. að slá inn fyrir hvert símtal) Þeir eru semst að rukka mann aukalega fyrir að tengja mann í gegnum þá!! trúiði þessu?? þetta er bara eins og að hringja á rauða torgið eða eitthvað! Ég var svo hneyksluð á þessu að ég hringdi aftur niðrí síma og strákurinn sem ég talaði við í það skiptið sagði mér að fleiri hefðu kvartað yfir þessu. Hvað ef ég væri t.d. gömul kona sem sæi illa tölustafina sem standa kortinu og þarf að slá inn og hefði verið helmingi lengur við hvert símtal??? 1.000 kr. aukakostnaður???? Er ekki allt í lagi með fólk?
Þetta er kannski ekki mikill peningur fyrir suma en fyrir fátækan námsmann eins og mig breytir þetta miklu, og ekkert fyrirtæki ætti í raun að komast upp með svo falinn aukakostnað og rugl sem kemur hvergi fram í auglýsingunni eða á kortinu!!!!